is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8242

Titill: 
  • Hagnaðarstöðvar fyrirtækja
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Lokaritgerð þessi er fræðileg samantekt um stjórnunarbókhald, með áherslu á hagnaðarstöðvar. Byrjað verður á að fjalla um bókhald og svo verður það tengt við hagnaðarstöðvar, sem er ein tegund af ábyrgðarstöðvum, en svo kallast deildir innan fyrirtækis þar sem yfirmaður deildar ber ábyrgð á starfsemi hennar. Fyrirtæki getur verið samansett af mörgum tegundum ábyrgðarstöðva, starfsemi þeirra er mismunandi en hlutverk þeirra allra er að auka virði aðfanganna sem unnið er með og stuðla að því að skipulagsheildin nái markmiðum sínum. Bókhald er samsett af nokkrum sérsviðum, þar á meðal er stjórnunarbókhald sem er óaðskiljanlegur hluti þess að móta og koma í framkvæmd stefnumótun fyrirtækja. Stjórnunarbókhald felur í sér skattabókhald, fjárhagsbókhald, rekstrarbókhald og innri endurskoðun. Fjárhagsbókhald inniheldur kostnaðarbókhald sem tengist einnig rekstrarbókhaldi og skattabókhaldi. Rekstrarbókhald snýr að innri rekstri fyrirtækja og hlutverk þess er m.a. að mæla árangur þeirra við að ná settum markmiðum. Fyrrnefndar ábyrgðarstöðvar falla undir svið rekstrarbókhalds og þeim má skipta upp í tekjustöðvar, kostnaðarstöðvar, fjárfestingarstöðvar og hagnaðarstöðvar. Þegar meta á frammistöðu ábyrgðarstöðva og allrar skipulagsheildarinnar er mikilvægt að gæta jafnvægis milli fjárhagslegra og ófjárhagslegra upplýsinga. Samhæft árangursmat er mælitæki sem notað er til þess að tryggja þetta jafnvægi. Hagnaðarstöðvar, sem eru meginviðfangsefni þessarar ritgerðar, er sú tegund ábyrgðarstöðva þar sem gjöld og tekjur stöðvarinnar eru mæld með tilliti til hagnaðar. Raunhagnaður er borinn saman við áætlaðan hagnað til að meta skilvirkni stöðvarinnar og yfirmanns hennar. Kostir hagnaðarstöðva eru að gæði ákvarðanatöku geta batnað og hagnaðarmeðvitund og samkeppnishæfni ættu einnig að aukast. Valddreifing í ákvarðanatöku innan fyrirtækis getur hinsvegar reynst hagnaðarstöðvum óhagkvæm, spenna getur aukist vegna deilna um millideildaverð og yfirstjórnendur geta þurft að treysta meira á bókhaldsskýrslur en eigin þekkingu á rekstrinum og því geta gæði ákvarðana minnkað í kjölfarið.

Samþykkt: 
  • 3.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8242


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Garðar Örn Dagsson.pdf267.17 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna