is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8245

Titill: 
 • Auðmjúk ofurmenni. Mikilvægi auðmýktar fyrir stjórnendur
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Megintilgangur ritgerðarinnar er að leita svara við spurningunni: Er auðmýkt mikilvægur eiginleiki fyrir stjórnendur? Rýnt er í þróun eiginleikakenninga (trait theories) innan leiðtogafræðanna. Sérstök áhersla er lögð á að kynnast kenningum um ofurmennið (great man theories) sem byggja á skrifum skoska 19.aldar fræðimannsins Thomas Carlyle og áttu greiða leið inn í leiðtogafræðin í árdaga þeirra snemma á 20.öld en hafa átt litlu fylgi að fagna undanfarið.
  Aðrar meginkenningar leiðtogafræða beina sjónum ýmist að atferli leiðtoga (behavioral theories), aðstæðum þeirra (situational/contingency theories) eða áhrifum þeirra á fylgjendur (charismatic/transformational leadership). Ýmislegt bendir til þess að þrátt fyrir þessa þróun fræðanna frá því á miðri 20.öld, þegar eiginleikakenningar þóttu ekki duga til að skýra út árangur leiðtoga, þá séu þau komin aftur að leiðtoganum sjálfum og eiginleikum hans. Þetta á m.a. sjá í aukinni áherslu á þjónandi forystu (servant leadership) og jákvæða sálfræði (positive psychology) innan leiðtogafræða.
  Í ritgerðinni er rýnt í þróun fræðanna út frá auðmýkt (humility). Auðmýkt er ein af þeim dyggðum sem hefur verið til umfjöllunar í heimspeki og trú um aldir en hefur tiltölulega nýlega vakið athygli innan leiðtogafræða. Auðmýkt leiðtoga felur m.a. í sér raunhæft sjálfsmat, virðingu fyrir öðrum og getu til að viðurkenna mistök og draga af þeim lærdóm.
  Fræðileg yfirferð bendir til þess að eiginleikar skipti sannarlega máli fyrir leiðtoga og að auðmýkt sé mikilvægur eiginleiki. Í ritgerðinni eru birtar niðurstöður rannsóknar á afstöðu háskólanema í garð þeirra þátta í fari stjórnenda sem falla undir skilgreiningar á auðmýkt en þær gefa tilefni til að ætla að auðmýkt sé talinn mikilvægur eiginleiki fyrir stjórnendur fyrirtækja.

Samþykkt: 
 • 3.5.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/8245


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Eyrun_Magnusdottir_MS_RITGERD_FINAL_FINAL.pdf1.39 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna