is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8248

Titill: 
  • Áhrif tækniframfara á þróun atvinnuvega
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Því alþjóðlegri sem markaðir verða og vörur, og að hluta til þjónusta einnig, ferðast hraðar á milli landa hafa stjórnendur fyrirtækja þurft að gæta að samkeppnishæfni fyrirtækja sinna í enn ríkari mæli en fyrr. Síðan iðnbylting átti sér stað hafa tækniframfarir gert framleiðendum kleift að fjöldaframleiða hraðar og með meiri hagkvæmni en áður þekktist og þeir hafa getað náð samkeppnisforskoti með því að fjárfesta í vélum og tækjum sem auka framleiðni og draga úr starfsmannakostnaði Það hefur haft í för með sér að fjölbreyttari vörur eru aðgengilegar almenningi á lágu einingarverði og aðrir atvinnuvegir eins og þjónustuiðnaðurinn hafa eflst og nýir atvinnuvegir eins og hátækniiðnaðurinn hafa myndast. Á Íslandi hafa tækniframfarir í sjávarútvegi aukið framleiðni mikið og jafnframt aukið tekjur þeirra sem starfa innan atvinnugreinarinnar. Tækniframfarir í sjávarútvegi hafa aukið samkeppnishæfni íslenskra fiskafurða á erlendum mörkuðum og hafa Íslendingar notið góðs af erlendum gjaldeyri sem atvinnugreinin hefur skilað og veitt hefur möguleika til fjárfestinga í öðrum atvinnuvegum. Áhrif tæknibreytinga á atvinnumarkað eru augljós og greinilegt að stöðug tækniþróun er mikilvæg til þess að skapa fjölbreytt atvinnulíf og viðhalda því. Þetta verður ekki síst ljóst þegar litið er til þeirra landa þar sem tæknivæðing er skammt á veg komin.

Samþykkt: 
  • 3.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8248


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS-ritgerð 3. maí 2011.pdf636.17 kBLokaðurHeildartextiPDF