is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/8249

Titill: 
 • Framboð og eftirspurn blóðs. Hefur fjölgun í hópi eldra fólks áhrif á framboð og eftirspurn?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Höfundur: 
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Blóðbankinn á Íslandi sinnir gríðarlega mikilvægu hlutverki. Hann getur ekki boðið þeim sem leggja inn neina vexti, aðra en í formi andlegrar vellíðan og greiðslu í formi góðra veitinga. Þeir sem gefa blóð gera það sjálfviljugir og getur birgðastaða því verið sveiflukennd. Á sama hátt má lýsa þeim sem þiggja blóð. Sjaldnast er það ætlun þeirra að leggjast á sjúkrastofnun og láta dæla í sig einhverjum af þeim blóðhlutum sem í boði eru. Því er notkunin afar sveiflukennd líka.
  Á Íslandi koma þær árlegu einingar sem gefnar eru frá rúmlega 7.000 einstaklingum. Það eru um3,6% Íslendinga á blóðgjafaraldri. Gefnar einingar eru á 14 þúsund og helst þetta hlutfall í hendur við að karlar gefa rúmlega tvisvar sinnum á ári og konur tæplega tvisvar.
  Ekki verður séð að Blóðbankinn eigi eftir að lenda í neinum sérstökum skorti á blóði ef horft er til þróunar síðustu ára. Sveiflur í notkun blóðs hefur haldist í hendur við gefið blóð og einnig við mannfjöldaþróun á landinu.
  Blóðbankinn mætti gera átak í því að safna frekari gögnum, gera þau miðlægari og láta vinna frekari verkefni í nánustu framtíð. Slíkt yrði aðeins til þess að auka upplýsingaflæði, efla vitund og auðvelda eftirlit með þróun blóðgjafar og notkunar.

Samþykkt: 
 • 4.5.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/8249


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Framboð og eftirspurn blóðs.pdf870.86 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna