is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8251

Titill: 
 • Fyrirtækjamenning. Vöruhús við sundin blá
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Viðfangsefni þessarar rannsóknar er ónafngreint fyrirtæki í vöruhúsarekstri. Markmið þessarar rannsóknar er að greina menningu fyrirtækisins, hverjir styrkleikar hennar og veikleikar eru og hvort einhverjir þætti menningarinnar megi styrkja til að ýta undir færni fyrirtækisins við tileinka sér framtíðarsýn sína.
  Rannsóknin er eigindleg rannsókn og fór hún fram með þátttökuathugun þar sem sýnilegir hlutar menningar voru skoðaðir og einnig viðtölum við tvo rýnihópa úr hópi starfsmanna. Við framkvæmd viðtalana var stuðst við umræðuramma og rannsakandi stýrði viðtölum sem umræðustjóri. Við greiningu gagna var stuðst við kenningar Terrence E. Deal og Allan A. Kennedy og kenning Edgar H. Schein. Kenningar þeirra eru aðeins tvær úr hópi fjölda rannsóknaraðferða á menningu en kenningar þeirra voru valdar þar sem þær styðja við hvor aðra og aðferðarfræði þeirra hentar vel við greiningu á menningu með eigindlegri rannsóknaraðferð.
  Helstu niðurstöður eru þær að styrkleikar menningarinnar liggja í góðum starfsanda, húmor og samvinnu en helstu veikleikar hennar í stjórnunarháttum. Styrk menningarinnar má rekja til þess að fyrirtækið búi að góðum og trygglyndum mannauð. Veikleika í menningunni má hugsanlega finna í óskýrri verka- og valdskiptingu og vantrausti á stjórnendur.
  Niðurstöður benda einnig til þess að starfsmenn séu tilbúnir að vera þátttakendur í stefnumótun fyrirtækisins til að innleiða framtíðarsýn stjórnenda. Til þess að ýta undir styrkleika menningarinnar þurfa stjórnendur að hlúa að starfsmönnum og bera virðingu fyrir verkum þeirra.

Samþykkt: 
 • 4.5.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/8251


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Fyrirtækjamenning_Steinunn Harðardóttir.pdf621.25 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna