is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8256

Titill: 
 • Um réttaröryggi í stjórnsýslurétti
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Hugtakið réttaröryggi kemur víða fyrir í stjórnsýslurétti. Réttaröryggi var meðal löggjafarsjónarmiða við setningu stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og oft er vísað til hugtaksins í réttarframkvæmd. Hvergi er réttaröryggi þó skilgreint.
  Í ritgerðinni er fyrst fjallað með almennum hætti um réttaröryggi. Farið er yfir tengsl réttaröryggis við réttarríkið. Skoðaðar eru kenningar norrænna fræðimanna um réttaröryggi og gagnrýni á þær. Réttaröryggi er skilgreint með þann útgangspunkt að réttaröryggi verndi borgarann í samskiptum við stjórnvöld. Hugtakið hefur þrjá kjarnaþætti, (1) réttaröryggi við meðferð máls, (2) fyrirsjáanleika og (3) efnisþátt réttaröryggis. Með svo þröngri skilgreiningu falla ýmsir þættir utan réttaröryggis sem vafi hefur verið um hvort eigi að telja hluta af hugtakinu. Til að mæta því er unnið með svokallað þrískipt módel þar sem litið er á réttaröryggi sem einn flokk sjónarmiða að baki stjórnsýsluréttinum. Annar flokkur sjónarmiða er skilvirkni þar sem hagsmunir stjórnvaldsins eru í fyrirrúmi. Á milli réttaröryggis og skilvirkni er nýr flokkur sem í ritgerðinni er nefndur kerfissjónarmið. Hann tekur á sjónarmiðum þar sem áhersla er á hlutverk stjórnvalda að framfylgja hagsmunum almennings.
  Meginþungi ritgerðarinnar er á umfjöllun um valdar reglur stjórnsýsluréttarins í tengslum við þrjá kjarnaþætti réttaröryggis. Leitast er við að greina réttaröryggisgrundvöll einstakra reglna og að hvaða marki reglurnar byggja einnig á öðrum sjónarmiðum, bæði kerfissjónarmiðum og skilvirkni. Í kaflanum um réttaröryggi við meðferð máls er sérstaklega fjallað um hæfisreglur, þátttöku aðila í málsmeðferð og stjórnsýslukæru. Fyrirsjáanleiki lagaframkvæmdar og einstakra stjórnvaldsákvarðana, til að mynda reglur um endurskoðun og ógildingu, eru viðfangsefni kaflans um fyrirsjáanleika. Fjallað er um almennar efnisreglur auk lögmætisreglunnar í kaflanum um efnislegan þátt réttaröryggis.
  Að lokum er vikið sérstaklega að nokkrum snertiflötum réttaröryggis við kerfissjónarmið og skilvirkni. Dregnir eru fram ákveðnir þættir sem falla í flokk kerfissjónarmiða, það er að segja traust á stjórnsýslunni, lýðræði, vernd almannahagsmuna og innra skipulag stjórnsýslunnar. Einnig er fjallað um afstöðu skilvirknisjónarmiða við réttaröryggi, bæði tilvik þar sem sjónarmiðin lenda í togstreitu og þegar þau vinna saman.

Samþykkt: 
 • 4.5.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/8256


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ritgerd lokagerd.pdf1.11 MBLokaðurHeildartextiPDF