en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/8257

Title: 
 • Title is in Icelandic „Ég minnist þess alltaf með hlýju að hafa verið þarna.“ Einsögurannsókn á námi þriggja kynslóða við húsmæðraskóla
Degree: 
 • Bachelor's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Í þessari ritgerð er leitað svara við því hvernig húsmæðrafræðslan þróaðist í áranna rás, á Íslandi, með einsöguna að leiðarljósi. Rætt er við þrjá fyrrum nemendur, sem fóru á sitt hvoru tímabilinu í húsmæðraskóla, og eru tengdir fjölskylduböndum. Með því móti er reynt að varpa ljósi á þróun þessara menntastofnana, út frá samfélagsbreytingum. Einnig er leitað svara við því hvers vegna vinsældir skólanna minnkuðu.
  Efninu er skipt niður í kafla. Fyrst er rætt um þjóðfélagsþróun hérlendis á 20. öld í meginatriðum. Því næst er rakin saga húsmæðrafræðslunnar frá upphafi og til dagsins í dag. Loks fer fram greining á viðtölum viðmælenda, gerð grein fyrir reynslu þeirra af dvöl sinni í húsmæðraskóla og efninu skipt í nokkur þemu.
  Niðurstaða höfundar er í meginatriðum sú að ástæðan fyrir dvínandi áhuga á námi í húsmæðraskóla sé margþætt og megi rekja til breytinga í þjóðfélaginu. Af frásögnum viðmælenda að dæma, skilaði fræðsluskylda skólanna sér fyllilega. Nemendur töldu námið hafa nýst sér vel og andrúmsloftið í skólunum var persónulegt og afslappað. Sé nám viðmælenda borið saman, má sjá að það hefur tekið í breytingum í gegnum árin. Loks má segja að þrátt fyrir að þessar stofnanir hafi gegnt mikilvægu menningar- og menntahlutverki virðist afdrif þeirra og framtíð óráðin. Með efnahagshruninu 2008 er ekki útilokað að almenningur, ásamt ráðamönnum þjóðfélagsins, sjái hag í því að endurvekja þessar stofnanir í anda meiri og betri meðferðar á hráefni til matvælagerðar og fleira sem tengist hinu daglega lífi fólks.
  Efnisorð: Húsmæðraskólar, menntastofnanir, þjóðfélagsþróun, kynslóðabil, hefðir og siðir

Accepted: 
 • May 4, 2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/8257


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Ólöf Dröfn BA.pdf1.89 MBOpenHeildartextiPDFView/Open