is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8262

Titill: 
  • Aflausn. Nóvella
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Hér á eftir fer saga íslenskrar fjölskyldu. Lýst er lífi þriggja kynslóða yfir nokkra áratugi. Kannski er sagan þó fyrst og fremst saga mynsturs sem gengur í arf kynslóð fram af kynslóð. Mynsturs sjálfseyðandi hegðunar, vanrækslu og ofbeldis sem oft er vandlega dulið og enginn má sjá. Áföll og erfiðleikar taka sinn toll af sjálfsmynd þeirra og óvíst er hvort nokkurn tíma tekst að rjúfa vítahringinn.
    Sagan hefst í litlu þorpi á landsbyggðinni í kringum 1970. Magnús er á barnsaldri þegar hann missir föður sinn í sjóslysi og við tekur atburðarás sem á eftir að marka djúp spor í líf hans og fjölskyldunnar allrar. Móðir hans hefur sambúð með ofbeldismanni og heimilislífið markast af ofbeldi og ótta. Þunglyndi hennar og bjargarleysi við þessar aðstæður verður til þess að Magnús og systkini hans þurfa að takast á við hlutverk sem þau hafa ekki þroska til að sinna.
    Magnús fer ungur að heiman en arfur æskuáranna reynist honum ekki gott veganesti. Hann stendur enn höllum fæti í lífsbaráttunni og vítahringur ofbeldis og vanrækslu heldur áfram.

Samþykkt: 
  • 4.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8262


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Prentun_Forsíða og titilsíða.pdf60.51 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna
Prentun_Aðaltexti.pdf311.75 kBLokaðurMeginmálPDF