is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8274

Titill: 
  • Um sjálfsvörsluveð í lausafé
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þar sem veðrétturinn gegnir lykilhlutverki í nútíma samfélagi varðandi aðgang að fjármagni er ljóst að reglurnar sem gilda um veðrétt verða að vera skýrar og til þess fallnar að veita ákveðið öryggi í fjárhagslegum samskiptum manna. Efni þessarar ritgerðar er um sjálfsvörsluveð í lausafé en það er ekki síst þar sem nauðsynlegt þykir að hafa skýrar reglur. Stafar það ekki síst af því að við þá tegund veðsetningar heldur veðsalinn veðinu áfram í sínum vörslum og ekki er hægt að sjá út á við að annar maður eigi veðrétt í eigninni. Er og einnig hætta á því að veðsalinn misfari með eignina. Til að koma í veg fyrir slíkt hafa sum ríki haldið í þá meginreglu að veðréttur verði aðeins stofnaður sem handveðréttur. Hér á landi hinsvegar hafa um langt skeið verið heimilaðar sjálfsvörsluveðsetningar í lausafé en þá er reynt eftir fremsta megni að haga þeim reglum þannig að sem minnsta hætta stafi af. Heimildin til sjálfsvörsluveðs í sérgreindu lausafé kemur nú fram í 23. gr.. laga um samningsveð nr. 75/1997 en auk þess gilda sérstakar reglur um stofnun og réttarvernd sjálfsvörsluveðs í lausafé sem er skráningarskylt. Með hugtakinu lausafé er átt við öll þau verðmæti, efnisleg sem óefnisleg, sem geta verið andlag eignarréttar og teljast ekki fasteign.
    Markmið þessarar ritgerðar er að gefa skýra mynd af þessari heimild til sjálfsvörsluveðsetninga í einstöku lausafé hér á landi og jafnframt að leitast við að svara því hvort að reglurnar sem taka til sjálfsvörsluveðs í lausafé uppfylli þau skilyrði og markmið að þau séu þannig úr garði gerð, að sem minnsta hætta stafi af fyrir veðréttinn.

Samþykkt: 
  • 5.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8274


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Master-ritgerð_HildurMaryThorarensen.pdf975.8 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna