is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8290

Titill: 
  • Avant-garde ljóðskáld í Bandaríkjunum. Myndræn stíleinkenni í kveðskap E. E. Cummings og viðtökusaga þeirra
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • E. E. Cummings var Bandaríkjamaður sem fæddist í lok 19. aldar og varð velþekkt ljóðskáld á þriðja áratug 20. aldar. Hann hélt áfram að skrifa og birta ljóð til æviloka, 1962. Í ritgerðinni er gerð grein fyrir helstu straumum í kveðskap samtíðar hans og útskýrt hvernig hann passar inn í það bókmenntasögulega samhengi. Sem skáld bjó Cummings sér til mjög sérstakan, persónulegan stíl sem einkennist af frjálsri notkun há- og lágstafa, greinarmerkja, og myndrænnar framsetningar. Myndrænir eiginleikar ljóða hans eru greindir og gerð grein fyrir helstu einkennum, auk þess sem fjallað verður um hvers konar myndlist ljóð Cummings eru. Sérstaklega eru greind þrjú ljóð eftir hann, „r-p-o-p-h-e-s-s-a-g-r,― „(im)cat(mo)― og „insu nli gh t,― til að sýna hvernig hann beitir þessum einkennum saman, og kannað er hvernig myndræn stíleinkenni Cummings gefa lesendum þeirra tækifæri til að túlka kveðskap hans á marga mismunandi vegu. Í síðustu túlkuninni er kannað hvernig munur á eiginhandriti Cummings og prentaðri útgáfu breytir skilningi á kvæðinu. Í síðari hluta ritgerðarinnar er farið yfir viðtökusögu Cummings og dregnir saman nokkrir þræðir úr ritdómum samtíðar hans. Sjónum er beint sérstaklega að eftirfarandi atriðum: hvernig Cummings var dæmdur af þeim sem deildu fagurfræðilegum áherslum hans; heiftarlegir dómar; ritrýnar sem finnst Cummings gott skáld ef horft er framhjá formtilraunum hans; lýsingar á Cummings þar sem honum er líkt við barn og kveðskap hans við barnaskap; dómar þar sem Cummings er settur í samhengi við alþjóðlega framúrstefnu. Loks er staða Cummings í bókmenntasögunni greind. Viðruð er sú hugmynd að Cummings hafi átt þátt í því að skapa enska bókmenntahefð með því að vera sá höfundur sem íhaldssamari ritrýnendur reyndu að útiloka. Hann var einangraður í bandarísku bókmenntalífi en tókst samt að skapa mikið höfundarverk

Samþykkt: 
  • 5.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8290


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kári Tulinius BA Ritgerð.pdf389.53 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna