is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8291

Titill: 
 • Upplýsingalæsi á háskólastigi: Kennsluaðferðir
 • Titill er á ensku Information Literacy in Higher Education: Teaching Methods
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Upplýsingalæsi hefur verið skilgreint margsinnis síðan það kom fyrst fram á sjónarsviðið. Paul Zurkowski fjallaði um upplýsingalæsi árið 1974. Skilgreiningarnar eru fjölbreyttar, en margar þó keimlíkar. Mismunandi gerðir læsa hafa einnig verið mikið í umfjöllun á undanförnum árum og til eru læsi sem talin eru lífsþurtfa-læsi fyrir einstaklinga á 21. öldinni, og er upplýsingalæsi meðal þeirra.
  Á Íslandi hafa stjórnvöld lagt áherslu á upplýsingamál, en lítið sem ekkert er fjallað um upplýsingalæsi, mest er fjallað um upplýsingatækni, sem þó er talin hluti af upplýsingalæsi. Til eru mörg fræðileg líkön og kenningar varðandi kennslu á upplýsingalæsi, en ekkert eitt líkan né ein kenning er talin yfir hina hafin því ekki er komin næg reynsla við hvaða líkan er best, eða kenning. Framtíðarhlutverk bókasafns- og upplýsingafræðinga er óljóst, en telja margir að framtíðin liggi í samstarfi við háskólakennara þar sem kennslan skiptist á milli þeirra frá almennri hæfni yfir í sérhæfða hæfni námsgreina, ráðgjafarhlutverki innan háskólans, bæði við starfsfólk og nemendur, eða þá að bókasafns- og upplýsingafræðingar sjái aðallega um að fræða kennara, til þess að þeir séu hæfir til að kenna nemendum upplýsingalæsi.
  Bókasafns- og upplýsingafræðingar telja flestir að best væri að innleiða upplýsingalæsi inn í kennsluskrár háskóla, þá annað hvort sem valfag eða skyldufag innan allra námsgreina og deilda. Það eina sem virðist umdeilt í þessu tilviki er hvernig best sé að innleiða upplýsingalæsi í kennsluskrárnar. Sumir vilja innleiða upplýsingalæsi í kennsluskrá alls háskólans í einu með sameiginlegu átaki allra starfsmanna en aðrir telja best að byrja á nokkrum fögum eða deildum og vinna sig áfram eftir því hve vel gengur. Kennslu í upplýsingalæsi farnar best í námskeiði sérsniðið að hverju fagi fyrir sig og er metið til eininga, ákjósanlegast væri að námskeiðið sé skylda. Til eru margvíslegir vefir til að aðstoða við fræðslu á upplýsingalæsi og nokkrir vefir eru nefndir. Notkun tækni við kennslu á upplýsingalæsi hefur verið reynt, en svo virðist sem finna þurfi hvað hentar hjá mismunandi hópum nemenda innan mismunandi háskóla.

 • Útdráttur er á ensku

  Information literacy has been defined many times since it first became known. Paul Zurkowski talked about information literacy in 1974. The definitions are varied, but many of them are reminiscent of each other. Different types of literacies have been discussed in recent years and there are literacies that are considered to be survival literacies for an individual in the 21st century, and information literacy is among them.
  The government in Iceland has put emphasis on information issues, but as little as nothing has been discussed about information literacy, information technology is most discussed which is though considered a part of information literacy. There exist many models and theories about information literacy instruction, but no one model or theory is considered above the rest because not enough experience has been accumulated about which model or theory is best. The future role of academic librarians is vague, but many think the future lies in collaboration with faculty, with the information literacy instruction is divided between them from generic skills to specified skills for disciplines, consulting within the higher education, both to faculty and students, or that academic librarians will be tasked with educating the faculty, so the faculty will be fit to instruct students about information literacy.
  Academic librarians mostly think it best to integrate information literacy into the higher education curriculum, as an elective or core course within each discipline and department. The only controversial part about it is, what is the best way to integrate information literacy into the curriculum. Some want to integrate information literacy into the curriculum of an entire university in a coordinated effort of all the faculty but others suggest that starting with a couple of disciplines or departments and work forward depending on how well it goes. Information literacy instruction does well in a course, specially tailored to each discipline and gives credit within the university, it would be best if it were a core course. There are many websites that can help with information literacy instruction and a couple are mentioned. The use of technology in information literacy instruction has been tried, but it seems that finding out what is best for different groups of students within different universities is needed.

Samþykkt: 
 • 5.5.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/8291


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_ritgerð Hulda Bjarnadóttir.pdf541.67 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna