Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/8293
Þessi skýrsla er yfirlit yfir vefsíðurnar bleikt.is og menn.is sem stofnaðar voru, í tilviki Bleikt í desember 2010, og í tilviki Menn í mars 2011 af Vefpressunni ehf. Skýrslunni er sérstaklega ætlað að athuga hverjar ástæðurnar fyrir vinsældum vefsíðnanna séu en þær slógu báðar aðsóknarmet við opnun samkvæmt vefmælingum modernus.is. Vefsíðurnar eru bornar saman í því skyni. Farið er yfir afhverju þær voru stofnaðar og hvernig þær voru markaðssettar en þeim var mestmegnis komið á framfæri með nýtingu á vinsældum facebook.com og með auglýsingum á öðrum vefsíðum í eigu Vefpressunnar. Það er einnig gerð grein fyrir því hverjar viðtökur hvorrar síðu um sig voru og farið yfir ríkjandi hugmyndir í vefritstjórn til þess að spekúlera um framtíð Bleikt og Menn og líkurnar á því að síðurnar muni viðhalda vinsældum sínum. Þá er jafnframt farið yfir ritstjórnarstefnu síðnanna auk þess sem farið er í saumana á þeirri gagnrýni sem síðurnar hafa orðið fyrir.
Í viðauka eru viðtöl við Hlín Einars, ritstjóra bleikt.is, og Helga Jean Claessen, ritstjóra menn.is.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Guðný Guðmundsdóttir.pdf | 883,1 kB | Lokaður | Heildartexti |