Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/8294
Í þessari ritgerð er fjallað um stöðu spænskumælandi í Katalóníuhéraði. Sjónum er beint að málstefnu stjórnvalda héraðsins og er hún síðan borin saman við málstefnu konungsveldisins Spánar og þau lög sem finna má í stjórnarskrá þess. Í henni segir að tungumál landsins séu fjögur, það er að segja spænska, katalónska, galesíska og baskneska. Spænskan er opinbert mál í öllum héruðum Spánar en hin þrjú málin eiga sín heimahéruð og eru þá opinber mál ásamt spænkunni. Af þessum þremur minnihlutamálum á Spáni hefur katalónskan tvímælalaust sterkustu stöðuna út á við, en hún er einnig það minnihlutamál sem öðlaðist fyrst eigin málfræði, setningarfræði og orðabók. Ritgerðin byrjar á því að skoða lítillega sögu katalónskunnar og þróun hennar fram að Franco tímabilinu, stöðu hennar á meðan á því stóð og loks notkun
hennar eftir fall Francos. Oft er talað um að Katalóníubúar hafi mjög mikla
þjóðerniskennd gagnvart héraði sínu og arfleið þess, þá aðallega vegna þeirra
hremminga sem þeir upplifðu á tímum Francos. Vegna þessa hefur það gjarnan komið upp á yfirborðið að ekki ríki jafnrétti milli spænskumælandi og katalónskumælandi í héraðinu. Í því samhengi er hér skoðað hvort réttur spænskumælandi fólks sé í raun stjórnarskrárvarinn og hvort samræmi sé raunverulega til staðar á milli stjórnarskrár konungsveldisins Spánar og stjórnarskrár sjálfstjórnarhérðaðsins Katalóníu. Efni úr hvoru tveggja er skoðað og í framhaldi af því eru dæmi tekin um málstefnu innan stjórnvalda og málstefnu í menntakerfinu.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Forsíða+ágrip.pdf | 106.02 kB | Opinn | Forsíða | Skoða/Opna | |
B.A.ritgerð meginmál.pdf | 211.81 kB | Opinn | Meginmál | Skoða/Opna |