en English is Íslenska

Thesis University of Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/830

Title: 
 • is Staðarval milli Akureyrar og höfuðborgarsvæðisins : mismunur á rekstrarkostnaði fyrirtækja milli Akureyrar og höfuðborgarsvæðisins með tilliti til launa- og húsnæðiskostnaðar
Abstract: 
 • is

  Staðarval fyrirtækja er mikilvægt, líta þarf til ýmsa þátta þegar ákvörðun um
  það er tekið. Horfa þarf á þætti líkt og vinnuafl á svæðinu, flutningskerfi,
  viðhorf samfélagsins, landfræðileg einkenni og veður, framboð á landi,
  framboð á hentugu húsnæði o.s.frv. Þessa þætti verða fyrirtæki að vega og
  meta, því þeir hafa mismunandi vægi meðal fyrirtækja þegar kemur að
  staðarvali. Ef slæm ákvörðun er tekin getur það haft í för með sér að kostnaður
  verður meiri en reiknað var með og/eða að fyrirtæki missi samkeppnisforskot
  sitt. Þess vegna er mjög mikilvægt að skoða vel alla áhrifaþætti. Verkefnið fólst
  í því að kanna mismun á rekstrarkostnaði fyrirtækja milli höfuðborgarsvæðis
  og Akureyrar með tilliti til launa- og húsnæðiskostnaðar. Í ljós kom að mun
  lægra verð er á húsnæði á Akureyri heldur en á höfuðborgarsvæðinu, gat
  munurinn verið næstum 50%. Skoðaðar voru árstekjur starfsmanna í iðnaði,
  verslun og fjármálaþjónustu, í ljós kom að töluverður munur er á tekjum milli
  svæðana, í þessum þremur starfsgreinum voru launin lægri á Akureyri heldur
  en á höfuðborgarsvæðinu.
  Þarafleiðandi er þónokkur munur á rekstrarkostnaði fyrirtækja í sambandi við
  launa- og húsnæðiskostnað á þessum tveimur svæðum. Ekki er hægt að taka
  afstöðu til þess hvor staðurinn sé hentugri fyrir fyrirtæki vegna þess að ekki
  voru rannsakaðir allir þeir þættir sem hafa áhrif á staðarval, en í ljós kemur að
  launa- og húnæðiskostnaður er lægri á Akureyri heldur en á
  höfuðborgarsvæðinu.
  Fimm lykilorð:
  • Staðarval
  • Launakostnaður
  • Húsnæðiskostnaður
  • Akureyri
  • Höfuðborgarsvæðið

Description: 
 • is Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri
Accepted: 
 • Jan 1, 2007
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/830


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Efnisyfirlit.pdf77.72 kBOpenStaðarval - efnisyfirlitPDFView/Open
Heimildaskrá.pdf87.92 kBOpenStaðarval - heimildaskráPDFView/Open
SKýrslan í heild sinni.pdf1.11 MBMembersStaðarval - heildPDF
Útdráttur.pdf48.47 kBOpenStaðarval - útdrátturPDFView/Open