is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/8302

Titill: 
 • Hlutverk og völd, almennar siðferðisreglur. Þáttur íslenskra fjölmiðla í hruni bankanna haustið 2008 og siðferðileg ábyrgð þeirra
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Fjölmiðlar gegna lykilhlutverki í nútímaþjóðfélögum. Þeirra hlutverk er að veita borgurunum áreiðanlegar og vandaðar upplýsingar, að vernda þá með gagnrýnu aðhaldi að stjórnvöldum og öðrum, og að skapa forsendur fyrir upplýsta almenna umræðu. Gjarnan er talað um fjölmiðlana sem fjórða valdið í lýðræðisríki, en þó búa þeir ekki yfir formlega skilgreindu valdi. Fjölmiðlunum er þannig ætlað að stuðla að því að treysta lýðræðislega innviði samfélagsins. Ábyrgð og skyldur þeirra eru því miklar og þess vegna eru fjölmiðlar mikilvægir.
  Íslenskir fjölmiðlar hafa verið gagnrýndir fyrir að hafa ekki gegnt hlutverki sínu í aðdraganda bankahrunsins í október 2008. Þetta kemur til að mynda fram í skýrslu vinnuhóps rannsóknarnefndar Alþingis um starfshætti og siðferði, sem gerð var opinber í apríl 2010. Í skýrslunni segir að fjölmiðlarnir hafi rækt hlutverk sitt illa í aðdraganda bankahrunsins og jafnframt átt stóran þátt í að móta og viðhalda ríkjandi orðræðu um velgengni íslensks fjármálalífs.
  Í þessari ritgerð er leitast við að svara spurningunni hver sé siðferðileg ábyrgð fjölmiðlanna í aðdragandanum að hruni bankanna. Skýrsla vinnuhóps rannsóknarnefndar Alþingis er útgagnspunktur umfjöllunarinnar um þessi mál, en í henni er bæði vönduð og yfirgripsmikil úttekt á stöðu fjölmiðlanna í aðdraganda bankahrunsins.
  Vandaðir og viðurkenndir starfshættir mynda viðmið fyrir siðferðilega greiningu á vinnubrögðum og starfsháttum á fjölmiðlunum. Auk þess verður að taka mið af meginþáttum siðferðisins og þeim grundvallaratriðum sem ávallt mynda kjarna mannlegs siðferðis. Þetta eru þau atriði sem lögð eru til grundvallar í þessari ritgerð. Þau leiða í ljós að ýmislegt var ábótavant í vinnubrögðum og starfsháttum á fjölmiðlunum í aðdraganda bankahrunsins. Helsta niðurstaða mín er því sú að staðfesta meginniðurstöður vinnuhóps um starfshætti og siðferði þótt ég setji spurningar við ýmsar ályktanir hópsins.

Samþykkt: 
 • 6.5.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/8302


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA-Grétar 6.5.2011.pdf660.16 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna