Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/8305
Í þessari ritgerð mun ég fjalla um hið merka tónskáld Georg Friederich Händel, en hann er eitt merkasta tónskáld barokktímabilsins. Händel samdi óratoríuna Messías sem er ein þekktasta óratoría hans.Mun ég líta á þetta tónverk og skoða ýmislegt sem viðkemur verkinu. Hvernig þetta tengist þetta samt guðfræðinni er að í verkinu Messías er fjallað um Messíasar spádóma Gamla testamentisins, um pínu og dauða Jesú Krists ásamt upprisunni. Í verkinu eru textar úr bæði Gamla testamentinu og Nýja testamentinu, sem notaðir eru við tónlistina sem Händel samdi. Sá sem valdi biblíutextana við verkið var góðvinur Händels, Charles Jennens.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
María Rut Baldursdóttir.pdf | 655,85 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |