Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8316
Ritgerðin sem hér birtist er lokaverkefni til B.A.-prófs í ítölsku. Í henni er fjallað um hugmyndafræði ítölsku kennslukonunnar Mariu Montessori sem er án efa einn af áhrifamestu brautryðjendum í menntun barna á síðustu öld. Megin tilgangur verkefnisins var að skoða áhrif hugmyndafræði Mariu Montessori á Íslandi og í íslenskum skólum. Sá skóli á Íslandi sem styðst mest við Montessori aðferðina er Vesturbæjarskóli í Reykjavík. Ritgerðin byggir að hluta til á viðtali sem tekið var við kennslukonuna Hrefnu Birnu Björnsdóttir sem hefur stundað nám í Montessori fræðum í Hollandi en starfar í dag sem kennari fyrir 3. bekk í Vesturbæjarskóla.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
FINAL_ritgerðin sjálf auka corretto.pdf | 2.48 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |