is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8319

Titill: 
  • Blíðfinnur og skugginn. Blíðfinnsbækur Þorvaldar Þorsteinssonar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Bækurnar um Blíðfinn eftir Þorvald Þorsteinsson vöktu töluverða athygli þegar þær komu út á árunum 1998-2004. Þorvaldur semur þær sem ævintýri eða fantasíur og í þessari ritgerð er fjallað um þær út frá þeirri spurningu hvaða öfl berjist um í Blíðfinni. Hann er munaðarlaus, finnur ekki jafnvægi í lífinu og lendir í margs konar ævintýrum og vandræðum.
    Í upphafi ritgerðarinnar er fjallað lítillega um barnabækur á Íslandi fram að þeim tíma þegar bækurnar um Blíðfinn komu út. Síðan eru nokkrir þættir í sögunni teknir til greiningar og lagður grunnur að samanburði við kenningar Carls Gustav Jung um skuggann. Jung segir að hverri manneskju fylgi skuggi sem hún verði að horfast í augu við til að þroskast. Þetta eru hinar myrku hliðar sálarlífsins sem hver og einn verður að horfast í augu við. Geri hún það ekki nái skugginn yfirhöndinni og stjórninni yfir manneskjunni. Einstaklingurinn verði að gangast við sínum eigin tilfinningum og samþykkja að reiðin og heiftin sé innra með honum sjálfum en ekki í umhverfinu.
    Að endingu er leitast við að svara þeirri spurningu hvort bækurnar séu barnabækur en sú spurning sprettur af því að Þorvaldur notar mikið bæði tvöfalt og tvíþætt ávarp sem gerir að verkum að textinn er að hluta ætlaður fullorðnum lesendum.

Samþykkt: 
  • 9.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8319


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Blíðfinnur og skugginn.pdf642.39 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna