Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/8325
Thomas Cranmer (1489-1556)(Tómas Cranmer, Cranmerus) var lykilmaður í ensku siðbótinni. Hann var fyrsti erkibiskupinn af Kantaraborg (Canterbury) sem aðhylltist siðbótina. Á valdatíma sínum vann hann með skipulögðum hætti að því að koma siðbótinni í framkvæmd í ensku kirkjunni. Árið 1551 gaf Cranmer út bókina „An Answer Unto A Crafty and Sophistical Cavillation, Devised By Stephen Gardiner“ þar sem hann útskýrði og varði hinn nýja sakramentisskilning Biskupakirkjunnar. Bókin skiptist í fimm hluta:
Um sakramentin í hinni nýju ensku kirkju
Um nærveru Krists í sakramentunum
Um neyslu kvöldmáltíðarefnanna
Gegn eðlisbreytingarkenningunni
Um kvöldmáltíðina og fórn Krists
Síðustu breytingarnar á bókinni gerði Cranmer rétt fyrir dauða sinn en hann var brenndur fyrir villutrú árið 1556 eftir að kaþólikkar komust aftur til valda á Englandi um skamman tíma.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Það er Andinn sem gefur líf.pdf | 309.68 kB | Open | Heildartexti | View/Open |