Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/8326
Tilgangurinn með ritgerðinni er að skoða gallana við nokkrar þekktar kenningar um tungumálið og reyna að setja fram kenningu sem sameinar kosti þeirra og kemst fram hjá þeim göllum sem kenn-ingarnar standa frammi fyrir.
Lausnin felur í sér að breyta kenningu Frege um tungumálið og sameina hana við kenningu Wittgenstein um notkun orða sem merkingu, kenningu Russell og Quine um umsagnir eiginnafna og kenningu Davidson um merkingu setninga. Það sem þessi lausn þarf til að virka er sannleiks-hugtak sem er byggt inn í tungumálið, er ótengt veruleikanum að svo miklu leyti sem tungumáið er það. Þetta væri vandamál, en þar sem kenningin notfærir sér reglur um notkun orða verður tungu-málið tengt við raunveruleikan og sanngildi tungumálsins á þann hátt tengt við veruleikan. Sam-kvæmt kenningunni ákvarðast merking setninga af sanngildi þeirra, en þetta sanngildi er ákvarðað út frá reglum þeirra orða sem byggja upp setningarnar. Upplýsingagildi setninga byggist á því að setningar útskýra eða breyta reglum þeirra orða sem þær innihalda, fólk lærir nýja hluti með því að fræðast um þessar reglur. Reglurnar eru samfélagslegar og eru undirstaða alls tungumálsins.
Þar sem reglur ákvarða það sanngildi sem fólk telur setningar hafa, ákvarða reglur það hvað fólk telur vera satt á hverjum tíma. Þessi reglubundna trú á sannleika gefur hverju þjóðfélagi bestu mögulegu mynd af því hvað er satt á hverjum tíma. Það sem er talið satt á hverjum tíma er byggt á upplýsingum. Þar sem slíkar upplýsingar eru byggðar inn í tungumálið, skapar tungumálið ákveðna tegund af gagnagrunn sem leyfir fólki að læra af reynslu annarra einstaklinga með orðum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BAL2.pdf | 288.47 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |