is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8327

Titill: 
  • Lokaúttektir mannvirkja, eða notkunarleyfi?
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Þegar framkvæmdum við mannvirki er lokið fer fram lokaúttekt sem byggingarfulltrúi annast og er endapunkturinn á því opinbera eftirliti með mannvirkjagerð sem hefst við veitingu byggingarleyfis og tekur til allra hönnunarþátta og framkvæmda. Skipulags- og byggingarlögin felldu allar framkvæmdir undir sama eftirlitskerfi sama hversu litlar þær eru og hvort þær hafi eitthvað með almannahagsmuni að gera eða varðaði einungis hagsmuni þess einstaklings sem stóð í framkvæmdum. Með lögum um mannvirki er opnað á að smærri framkvæmdir falli utan byggingarleyfis og þar með þessa eftirlitskerfis en allar aðrar framkvæmdir eru áfram eftirlitsskyldar. Litið hefur verið á lokaúttektina sem einskonar gæðatryggingu fyrir því að mannvirkið uppfylli allar þær kröfur sem til þess voru gerðar í byggingarleyfinu hvað varðar öryggi og heilsu. Í raun ætti lokaúttektin að vera leyfi til að taka mannvirkið í notkun. Í ritgerðinni er farið yfir þetta eftirlits- og úttektarferli og hvort það 100% eftirlit sem bæði lögin gera kröfur um að sé stundað á byggingarleyfsskyldum framkvæmdum sé framkvæmt í reynd og fjallað um hæfni og getu þeirra sem annast eftirlitið til að gera það. Einnig er skoðað hvort uppfylla megi þær kröfur sem gerðar eru til framkvæmda með öðrum hætti en beinu eftirliti byggingarfulltrúa með því að nýta eftirlit faggiltra skoðunarstofa sem rækju sína starfsemi á grundvelli markaðarins á starfsleyfi sem hið opinbera (Mannvirkjastofnun) gæfi út og hefði eftirlit með. Krafa samfélagsins um opna og gegnsæa stjórnsýslu gerir það einnig að verkum að krafa er á að eftirlitsaðferðum með allri mannvirkjagerð sé breytt og vinnan sé gerð af löggiltum aðilum sem vinni eftir stöðluðum og rekjanlegum vinnuaðferðum.

Samþykkt: 
  • 9.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8327


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaúttekt mannvirkja eða notkunarleyfi.pdf819.24 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna