is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8331

Titill: 
  • Samanburður á slúðri og afbrotafréttum í íslenskum dagblöðum á ólíkum tímum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Kveikjan að efni ritgerðarinnar var áhugi höfundar á hlutverki fjölmiðla og ritstjórna og áhrifa þeirra og eignarhalds á orðræðu og hugtakanotkun í íslensku þjóðfélagi á umbrotatímum. Meginástæðan var umfjöllun um íslenska auðmenn eða „útrásarvíkinga“ í fjölmiðlum og mögulegur áherslumunur í svokölluðu góðæri og í kjölfar fjármálakreppunnar. Til að rýna nægilega vel í þetta var leitað í kenningar í afbrota-, fjölmiðla- og félagsfræðum. Álit nokkurra sérfræðinga á hverju sviði fyrir sig voru borin saman til áhersluaukningar. Hugtakið slúður var skoðað sérstaklega sem samskiptaafl í mannkynssögunni og sem aðdráttarafl í fjölmiðlum. Einnig er þáttur hvítflibbabrota tekinn fyrir, skilgreining á þeim, þróun og viðhorf til þeirra. Þá var sögu blaðamennsku og fregnaöflunar á Íslandi lítillega gerð skil samhliða hlutverki fjölmiðla. Til frekari glöggvunar var einnig gerður samanburður á fréttaefni, tengdu efni ritgerðarinnar, í stærstu dagblöðum á Íslandi upp úr aldamótum 1900, 2006 og 2011. Umfangsmesti hlutinn var samanburður á umfjöllun um „útrásarvíkinga“ 2006 og 2011; ímyndarsköpun þeirra og viðhorf í framgöngu sinni. Að lokum var leitað í heimildir um áhrif efnishyggju, heimildir sem sýndu fram á ný viðmið og gildi í þjóðfélaginu, auk mögulegra úrræða.

Samþykkt: 
  • 9.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8331


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Olga Björt 2011.pdf866 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna