is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8335

Titill: 
  • „Ég elskaði lífið og ljósið og ylinn.“ Árstíðabundið þunglyndi í ljóðagerð Jóhanns Gunnars Sigurðssonar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í ljóðum nýrómatíska skáldsins Jóhanns Gunnars Sigurðssonar er lífshlaupið samofið skáldskapnum og þess vegna er ekki erfitt að tengja hans persónulegu reynslu einstökum ljóðum. Hann var alla tíð heilsulítill og barðist við margskonar sjúkdóma á lífsleiðinni, en sú barátta kemur að mínu mati fram í ljóðum hans. Eftir því sem kraftar hans þverra taka ljóð hans að breytast, þau verða þunglyndari, sársaukafyllri, dekkri og kaldari. Þessa þróun má tengja heilsumissinum, en eftir langvinn veikindi í bernsku, á mikilvægu stigi í þroska hvers barns, ruglaðist skilningur Jóhanns á frumviðfangi sínu. Heilsan varð hluti af því. Seinna á lífleiðinni veiktist hann aftur og við það staðfestist heilsan betur sem hið ruglaða viðfang. Það er á síðustu æviárunum sem heilsan verður miðpunktur sálfarlífs hans, eða „hluturinn“ hans.
    Til þess að skilja nákvæmlega eðli viðfangsins eða „hlutarins“, er fjallað um kenningar búlgarska bókmenntafræðingsins og sálgreinandans Júlíu Kriestevu. Hugmyndir hennar um hlutinn koma fram í bókinni Svört sól, en hún, ásamt Powers of horror, sem einnig er eftir Kristevu, eru þungamiðjan í greiningu minni á ljóðum Jóhanns Gunnars. Jafnframt er litið til fyrirrennara Kristevu, sálgreinendanna Sigmunds Freud, Jaques Lacan og Melanie Klein. Kenningar þessara þriggja fræðinga innihalda vísbendingar og einfaldari, smækkaðar myndir af því sem Kristeva nefnir hlutinn.
    Kenningum Kristevu er einkum beint á árstíðirnar eins og þær eru settar fram í ljóðagerð Jóhanns Gunnars, en þær eru að mínu mati birtingarmyndir heilsunnar. Einnig skoða ég ástarljóð Jóhanns, en í þeim má sjá ákveðna þróun sem einnig má tengja við árstíðirnar og birtingarmyndir þeirra.

Samþykkt: 
  • 9.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8335


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Andri M Kristjánsson - Ég elskaði lífið og ljósið og ylinn_ copy.pdf251.27 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna