is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/8337

Titill: 
  • Síðustu vísur Sigurdrífumála. Varðveisla og vitnisburður yngri handrita
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Sigurdrífumál eru eitt þeirra kvæða sem varðveitt eru í hinu forna 13. aldar handriti GKS 2365 4to eða Konungsbók. Sigurdrífumál eru óheil þar vegna hins glataða kvers úr Konungsbókarhandritinu, kvæðið hefur verið alls 37 vísur en í Konungsbók lýkur því í annarri línu 29. vísu. Lok Sigurdrífumála eru hins vegar varðveitt í fjölmörgum yngri pappírshandritum og því ljóst að kvæðið hefur verið skrifað upp áður en kverið týndist. Sophus Bugge og Jón Helgason rannsökuðu varðveislu síðustu vísnanna í pappírshandritum fyrir útgáfur sínar á eddukvæðum en hvorugur þeirra kannaði handrit úr safni Landsbókasafns, Lbs 1199 4to, sem á mörg mikilvæg atriði sameiginleg með texta Konungsbókar. Öll rök hníga að því að þetta handrit standi næst þeim texta sem verið hefur í hinu týnda kveri og að auki bendir margt til þess að Lbs 1199 4to sé elsta varðveitta handrit síðustu vísna Sigurdrífumála. Í þessari ritgerð er gerð grein fyrir varðveislu Sigurdrífumála í pappírshandritum og rakið hvers vegna texti Lbs 1199 4to er lagður til grundvallar útgáfu síðustu vísnanna.

Samþykkt: 
  • 9.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8337


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
sigurdrifumal.pdf1.27 MBLokaðurHeildartextiPDF