is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8338

Titill: 
  • Hvaða leið ber að fara? Upplýsingar fyrir kuðungsígræðslu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar ritgerðar er að velta upp þeim möguleikunum sem eru í boði þegar heyrnarleysi barns uppgötvast. Hvort sem foreldri vill að barnið fái kuðungsígræðslu eða verði hluti af samfélagi heyrnarlausra.

    Í byrjun verður stuttlega farið yfir upphafið, þegar barn fæðist og er sett í nýburamælingu og það útskýrt. Hvað mun gerast í kjölfarið ef barnið greinist heyrnarlaust. Talað er stuttlega um hvernig við heyrum og hvað heyrnarleysi sé. Einn kafli mun taka fyrir kuðungsígræðslu möguleikann fyrir heyrnarlausa. Hvort barn sé kandídat í aðgerðina, hvert ferli ígræðslunnar er og hvaða árangurs má vænta eftir hana. Erlendar rannsóknir jafnt sem viðtal við heyrnarfræðing og heimildarmynd verða notuð til að gefa upp sem raunverulegustu mynd af árangri aðgerðarinnar. Einn kafli mun taka fyrir hina hlið málsins, táknmálið. Farið verður stuttlega yfir hvað táknmál sé, sögu þess og menntunarmöguleika heyrnarlausra hér á landi. Í lokin er allt dregið saman í umræðukafla þar sem báðum möguleikunum er velt upp og reynt er að sýna að tvær leiðir séu í boði eða jafnvel fleiri.
    Niðurstöður ritgerðarinnar eru þær að barn sem greinist heyrnarlaust skuli fá að upplifa það besta frá báðum heimum. Fái kuðungsígræðsluna og fái að heyra og læra raddmál og upplifa menningu heyrandi einstaklinga. En engu að síður muni það fá táknmál og upplifa menningu heyrnarlausra. Tvítyngdur einstaklingur skilur betur eðli tungumálanna, er með betra innsæi í menningarnarheimana og hefur áhrif á viðhorf fólks. Það er ómetanlegt

Samþykkt: 
  • 9.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8338


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
igrædsla.pdf276.69 kBLokaðurHeildartextiPDF