is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/834

Titill: 
 • Eignastýring einstaklinga : virk og hlutlaus eignastýring
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Í þessari skýrslu er gert grein fyrir virkri og hlutlausri eignastýringu.
  Eignastýring er ein aðferð við að ávaxta fjármuni og geta einstaklingar bæði
  sinnt því sjálfir en einnig látið fjárfestingafyrirtæki sjá algerlega um
  fjárfestingarnar. Tilgangurinn með eignasöfnum er aðallega sá að minnka
  áhættu en fá sömu vænta ávöxtun út úr fjárfestingunni. Við eignastýringu er
  hægt að fara tvær leiðir, hlutlausu leiðina og virku leiðina. Þegar farið er eftir
  hlutlausu leiðinni er fjárfest í vísitölusöfnum en í virku leiðinni eru til nokkrar
  mismunandi aðferðir sem byggjast allar á mismunandi hugsjónum. Þegar
  valið er á milli þess hvort fara eigi hlutlausu eða virku leiðina skiptir
  skilvirkni markaða miklu máli. En grunnforsenda virkrar eignastýringar er að
  markaðir séu ekki fullkomlega skilvirkri. Á mörkuðum sem eru með mikla
  skilvirkni ætti hlutlausa leiðin að henta betur en sú virka á mörkuðum þar sem
  skilvirkni er lítil eða meðal. Einnig þarf að hafa í huga hvaða áhættu fjárfestar
  eru tilbúnir að taka en áhættuþol þeirra er mismunandi og þarf að taka mið af
  því þegar verið er að velja í eignasöfn. Það er hægt að gera með því að hafa
  mismunandi hlutföll áhættusamra eigna og þeirra sem eru áhættuminni.
  Þegar borinn er saman árangur hlutlausrar og virkrar stýringar gefur sú
  hlutlausa betri ávöxtun samkvæmt fjármálafræðnum. Í þessari skýrslu var
  gerður samanburður á aðferðunum sem leiddi ekki sömu niðurstöðu í ljós og
  fjármálafræðin. Tölfræðipróf gáfu þá niðurstöðu að ekki var hægt að hafna
  þeirri tilgátu að ávöxtun safnanna væri jöfn.
  Lykilorð: Virk eignastýring, hlutlaus eignastýring, skilvirkni markaða,
  eignasafn, áhætta.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri
Samþykkt: 
 • 1.1.2007
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/834


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Efnisyfirlit.pdf20.27 kBOpinnEignastýring - efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
Eignastýring einstaklinga - virk og hlutlaus eignastýring.pdf574.64 kBLokaðurEignastýring - heildPDF
Heimildaskrá.pdf29.8 kBTakmarkaðurEignastýring - heimildaskráPDF
Útdráttur.pdf13.08 kBOpinnEignastýring - útdrátturPDFSkoða/Opna