is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8343

Titill: 
 • Mannréttindi. Spilling tungumálsins eða þróun hugtaksins
 • Titill er á ensku Human Rights. A corruption of language or a conceptual evolution
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Ritgerðinni er ætlað að rannsaka það hugboð höfundar að eitthvað hafi farið úrskeiðis við notkun orðsins „mannréttindi“ í almennri orðræðu.
  Sú hugsjónarlega afstaða að mannréttindi skuli í hávegum höfð og að engan einstakling skuli svipta þeim, getur orðið erfið afstaða að verja þegar lítil sem engin virðing er borin fyrir því hvað er flokkað sem „mannréttindi“.
  Meðal þess sem reynt hefur verið að flokka sem mannréttindi er til dæmis réttur til kynferðislegrar ánægju, réttur til kynferðislegra upplýsinga og kynfræðslu. Því hefur jafnvel verið haldið fram að það teljist til mannréttinda að þurfa ekki að sinna vinnu sem er óþarflega erfið, niðurlægjandi, óþrifaleg eða leiðinleg.
  Í slíkri stöðu er um tvennt að velja, annaðhvort að gefa uppá bátinn hugmyndina um mannréttindi sem einhverju sem berjast skal fyrir eða að ráðast að rótum vandans og komast að því hverju sætir að hugtak eins og „mannréttindi“ hefur þurft að þola svo rækilega gengisfellingu.
  Þar kemur til sögunnar kenningin um spillingu tungumálsins. Samkvæmt henni er orðum beitt á þann hátt að þau eru svipt allri merkingu sinni nema þeirri tilfinningalegu, í þeim tilgangi að nýta þessa tilfinningalegu merkingu í þágu eigin málstaðar. Afleiðingar þess að tungumálið spillist eru svipaðar því sem virðist hafa átt sér stað varðandi „mannréttindi“, þ.e. að mikilvæg orð tapa merkingu sinni.
  Þessi líkindi urðu svo til þess að vekja áhuga á því að rannsaka nánar hvort orðið „mannréttindi“ hafi orðið fyrir barðinu á spillingu tungumálsins eða hvort merking orðsins hafi einfaldlega þróast. Þá er átt við þróun sem felur í sér að þröskuldurinn fyrir því hvaða réttindi flokkist sem mannréttindi hafi lækkað. Ritgerð þessari er ætlað að leita svara við þessari tvíþættu spurningu.

Samþykkt: 
 • 9.5.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/8343


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kristinn M Reynisson BA heimspeki.pdf613.39 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna