is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8344

Titill: 
  • Lýðháskólar. Hugmyndafræði - Saga hér á landi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi leitar svara við spurningunni: Hver eru helstu einkenni og hugmyndafræði lýðháskóla og hver er saga þeirra á Íslandi? Í lýðháskólum gátu nemendur valið um hvort þeir þreyttu próf eða hlytu umsögn um nám sitt. Hlutverk lýðháskólanna var fyrst og fremst að búa nemendur undir lífið, gera þá að fjölhæfum einstaklingum og reiðubúna til að takast á við tilveruna. Fræðsla um lífið með áherslu á móðurmálið hið lifandi orð skyldi vera undirstaða menntunarinnar.
    Leitað verður fyrst og fremst svara hjá séra Nikolaj Frederik Severin (N.F.S) Grundtvig, dönskum presti sem kallaður hefur verið faðir lýðháskólahugmyndarinnar. Lýðháskólahugmyndin fékk strax góðan byr í Danmörku og síðar í Noregi, Svíþjóð og loks í Finnlandi en erfiðar gekk á Íslandi. Sagt verður frá stofnendum lýðháskólanna hérlendis og sögu þeirra. Einnig er leitað eftir ástæðum fyrir því hvers vegna lýðháskólarnir lognuðust allir út af hérlendis en eru starfræktir af fullum krafti á Norðurlöndunum enn í dag.

Samþykkt: 
  • 9.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8344


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lýðháskólar.pdf549.04 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna