is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8345

Titill: 
  • Ekki riðið við einteyming. Hestamannamál - þróun og varðveisla
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð fjallar um orðaforða úr hestamannamáli, þróun hans, endurnýjun og varðveislu. Fyrst er íslenski hesturinn leiddur fram á sjónarsviðið og brugðið upp myndum af hlutverkum hans í íslensku samfélagi fortíðar og nútíðar og athygli vakin á því hvernig orðaforði hestamannamáls breyttist í samræmi við breytt hlutverk hestsins.
    Síðan er rætt um orðatiltæki og uppruna þeirra, stuttlega útskýrt hvað orðatiltæki er og nefnd nokkur dæmi um orðatiltæki úr hestamannamáli. Varðveislan var könnuð með spurningum sem lagðar voru fyrir fólk á mismunandi aldri með ýmiss konar bakgrunn og spurt var um orðatiltæki ásamt stökum orðum. Skoðað var m.a. hvort það tryggi langlífi og skilning á merkingu orða ef þau koma fyrir sem lykilorð í orðatiltækjum. Einnig var velt upp spurningum um hversu náið samband er milli þess að þekkja merkingu orðatiltækja úr hestamannamáli og merkingu lykilorða þeirra. Sömuleiðis er gerður samanburður á þekkingu málhafa eftir því hvort þeir hafa stundað hestamennsku eða ekki.
    Því næst er fjallað um íslenska orðmyndun og algengustu aðferðir til að mynda nýyrði í íslensku tungumáli. Í tengslum við breytt hlutverk hestsins er svo umfjöllun um orðmyndun í hestamannamáli, hvort hún einkennist af einhverju sérstöku og hvernig aðferðum hefur verið beitt við myndun nýyrða. Loks er gerð grein fyrir helstu niðurstöðum könnunarinnar og í viðauka má sjá eyðublöðin sem lögð voru fyrir málhafa.

Samþykkt: 
  • 9.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8345


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Asdis Thorsdottir.pdf580.62 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna