is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8346

Titill: 
 • Heyr spekin kallar! Um kennslu barna í hinum forna Ísrael í ljósi Orðskviðanna
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Biblían inniheldur marga texta sem vísa til barna og efni þeim tengdum. Innan textanna má finna fjölbreyttar og ólíkar nálganir á barninu og bernskunni. Virði barnanna er allt frá því að vera kóróna öldunganna (Okv 17:6) yfir í það að vera sorg og angur föður þeirra (Okv 17:25). Textar Biblíunnar fjalla einnig um skyldur fullorðinna gagnvart börnunum, þar sem hinum fullorðnu er skylt að kenna, fræða og aga börnin.
  Aðalmarkmið þessarar ritgerðar er að varpa ljósi á hvernig þessari kennslu var háttað og hvort að textar Bilíunnar, þá aðallega Orðskviðanna, bendi á einhvern hátt til þess að uppfræðsla barna hafi átt sér stað utan heimilisins innan eiginlegra menntastofnanna.
  Orðskviðirnir bera það greinilega með sér að foreldranir hafi gegnt mikilvægu hlutverki í kennslu barna sinna og átti sú kennsla sér stað innan heimilisins. Vafi liggur þó á því hvort að menntun hafi átt sér stað utan heimilisins, enda hvergi minnst á tilvist skóla í Gamla testamentinu.
  Til þess að leitast við að svara þessum spurningum er stuðst við ýmsar tilraunir fræðimanna til að varpa ljósi á efnið. Bók James L. Crenshaw, Education in Ancient Israel, spilar stórt hlutverk í sagnfræðilegri nálgun á efninu. Þegar kemur að því að nálgast efnið út frá textum Biblíunnar er stuðst að mestu leyti við greinasafnið The Child in the Bible, en það safn er ein af fyrstu tilraunum fræðimanna innan biblíufræða til þess að færa fram upplýsta og hnitmiðaða greiningu á þeim viðhorfum til barna sem koma fram í Biblíunni. Auk þessara rita eru Orðskviðirnir sjálfir ákveðinn útgangspunktur, þar sem að meginkafli ritgerðarinnar byggir á völdum textum Orðskviðanna sem gáfu skýrustu myndina af viðfrangsefninu.
  Uppbygging ritgerðarinnar er eftirfarandi:
  Fyrst er fjallað um Orðskviðina almennt í þeim tilgangi að gera grein fyrir ritinu sjálfu. Uppbygging, tímarammi, innihald og einkenni þess varpa ljósi á tilurð ritsins og þá sögulegu þróun sem á sér stað innan þess. Umfjöllunin auðveldar lesandanum að þekkja ritið og tengja við efni ritgerðarinnar með hliðsjón af ólíkum tíðaranda innan ólíkra safna þess.
  Þar á eftir kemur kafli sem byggir á tilraunum fræðimanna til að nálgast efnið sagnfræðilega og lýsir kaflinn ríkjandi viðhorfum um skóla og kennslu barna í forna Ísrael.
  Næst er meginkafli ritgerðarinnar, sem byggir á textum innan Orðskviðanna. Í þeim kafla er leitast við að varpa ljósi á hvernig kennslu bara vara háttað í hinu forna Ísrael út frá völdum ritningarstöðum. Loks leggur höfundur mat á textann og einnig stuðst við ritskýringarrit ýmissa fræðimanna.
  Að lokum er færð fram niðurstaða höfundar út frá þeim heimildum sem ritgerðin byggir á.

Samþykkt: 
 • 9.5.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/8346


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hjordis Perla.pdf286.96 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna