is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8347

Titill: 
  • „Hitt kynið.“ Kvennaíþróttir, feðraveldi og þjóðernishyggja, 1900-1964
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Þætti kvenna er ekki gert hátt undir höfði í íslenskri sagnaritun um íþróttir. Íþróttaiðkun kvenna og karla spratt upp úr ólíkum jarðvegi. Kvennaíþróttir lutu öðrum reglum og hafa ætíð þurft að kljást við hugmyndir um hið veikara kyn. Íþróttir voru frá fyrstu tíð helgireitur karla og karlmennsku og því var íþróttaiðkun kvenna ögrun við viðtekin gildi og viðmið. Víðast hvar á Vesturlöndum urðu harðar deilur um hlutverk kvenna innan íþróttahreyfingarinnar, eða hvort þær ættu yfirhöfuð heima innan hennar.
    Á fyrstu áratugum 20. aldar varð íslenska íþróttahreyfingin til. Íþróttum var ætlað stórt hlutverk innan þjóðríkisins, breiða hróður lands og þjóðar út fyrir landsteinana og stuðla að breyttum og hollari lífsháttum heima fyrir. Túlkun og framkvæmd þessara miklu hlutverka var með ólíkum hætti fyrir konur og karla. Þrátt fyrir að hinar hatrömmu deilur um kvennaíþróttir sem áttu sér stað erlendis hafi aldrei farið fram á Íslandi nema í mýflugumynd, var íslenska íþróttahreyfingin síður en svo laus við að fylgja eftir kreddukenndum hugmyndum nágrannalandanna um að konur ættu eða gætu ekki stundað íþróttir. Í ritgerðinnni er upphaf kvennaíþrótta á Íslandi skoðað sem og umhverfi þeirra og leitast við að setja þær í samhengi við þróun annars staðar á Vesturlöndum.

Samþykkt: 
  • 9.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8347


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð-Hafdís Erla Hafsteinsdóttir.pdf774.22 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna