is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/835

Titill: 
 • Hentar Alþjóðalánastofnunin íslenskum fjárfestum á nýmörkuðum?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Beinar erlendar fjárfestingar á nýmörkuðum hafa aukist gríðarlega allt frá
  árinu 1990. Ástæðuna má rekja til mikilsverðra breytinga á viðskipta- og
  pólitísku umhverfi þessara landa. Fyrirtæki sem sækja á þessa markaði
  gera það af tveimur ástæðum, annars vegar er sóst eftir þáttum í
  framleiðslunni til að auka hagkvæmni hennar og hins vegar er verið að
  sækja inn á nýja markaði og er þá horft til stærðar markaðar og mögulegs
  vaxtar. Fjárfestingum á nýmörkuðum fylgir áhrifamikill áhættuþáttur,
  nefndur landsáhætta. Hún samanstendur af nokkrum þáttum sem eru:
  uppbygging hagkerfis, lega lands, gjaldmiðill, pólitísk stefna og
  uppbygging á félags- og stjórnkerfi.
  Ísland hefur verið aðili að Alþjóðalánastofnuninni allt frá því henni var
  fyrst komið á fót árið 1956, en hlutverk hennar er að stuðla að efnahagsog
  félagslegri framþróun í þróunarlöndum. Til að ná markmiðum sínum á
  stofnunin að örva fjárfestingar einkaaðila með lánveitingum og ráðgjöf.
  Íslenskir aðilar hafa í auknu mæli verið að fjárfesta í löndum sem teljast til
  nýmarkaða en þær námu um 6.380 milljónum kr. árið 2005 en voru til
  samanburðar 484 milljónir árið 1998. Þrátt fyrir þessa aukningu hafa
  íslenskir aðilar hingað til ekki séð sér hag í samstarfi við stofnunina en
  með aukinni sókn á nýmarkaði ætti að skapast grundvöllur fyrir frekara
  samstarfi.
  Ástæður þess að íslenskir aðilar hafa ekki verið í samstarfi við stofnunina
  má rekja til þriggja þátta: fjárfestingar íslenskra aðila hafa ekki verið
  miklar í löndum nýmarkaða þar til hin síðari ár, þekking íslenskra aðila á
  stofnuninni er takmörkuð og fyrirtæki þurfa að hafa ákveðið fjárhagslegt
  bolmagn til að fara í samstarf.
  Alþjóðalánastofnuin hentar íslenskum fjárfestum á nýmörkuðum en
  misjafnt er hvaða þjónusta hentar hverju sinni. Auka þarf þekkingu á
  stofnuninni meðal fjárfesta eigi að auka eftirspurn eftir samstarfi og leggur
  skýrsluhöfundur til að kynning stofnunarinnar verði stóraukin.
  Lykilorð: Alþjóðalánastofnunin, íslenskir fjárfestar, nýmarkaðir,
  fjármögnun, pólitísk áhætta.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri
Samþykkt: 
 • 1.1.2007
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/835


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
efnisyfirlit.pdf47.59 kBOpinnHentar - efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
heimildaskra.pdf92.79 kBOpinnHentar - heimildaskráPDFSkoða/Opna
Lokaritgerd.pdf646.02 kBTakmarkaðurHentar - heildPDF
utdrattur.pdf50.33 kBOpinnHentar - útdrátturPDFSkoða/Opna