en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/8352

Title: 
  • Spirit in the Pond: Thoreau's Vision of Nature
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Í þessari ritgerð er fjallað um bandaríska rithöfundinn Henry David Thoreau (1817-1862) með sérstakri áherslu á náttúrusýn hans. Ritgerðin skiptist í þrjá meginkafla. Í þeim fyrsta er bakgrunnur Thoreau kannaður. Fyrst er fjallað um Transcendentalistana, menntahreyfingu sem lét til sín taka um miðja 19.öld í Bandaríkjunum. Sérstaklega er fjallað um Ralph Waldo Emerson (1803-1882) og einstaka vináttu hans og Henry David Thoreau. Emerson var gríðarlega áberandi í bandarísku menningarlífi og hafði mikil áhrif á fjölda rithöfunda. Hann gerði Concord að miðstöð Transcendentalistahreyfingarinnar. Henry David Thoreau hóf feril sin sem lærisveinn Emerson og reyndi fyrir sér sem ljóðskáld og rithöfundur. Árið 1845 byggði hann sér kofa við Walden tjörn og bjó þar í tvö ár. Meðan á dvölinni við Walden stóð kviknaði gríðarlegur áhugi Thoreau á náttúrunni, áhugi sem var listrænn, vísindalegur og trúarlegur. Þegar bókin um Walden kom út árið 1854 var á ferðinni meistaraverk sem þykir með merkari verkum bandarískrar bókmenntasögu. Sérstaklega er hún fræg fyrir einstakar náttúrulíflýsingar. Sýn Thoreau hafði fjarlægst mjög þá bókmenntalegu sýn sem einkenndi hann við komuna til Walden. Hann varð fyrir miklum áhrifum af fornum austrænum trúartextum, sérstaklega úr hindúasið. Hann leit svo að náttúran væri lifandi heild og að það byggi andlegt afl í náttúrunni. Thoreau skrifaði á ljóðrænan máta um vísindaleg efni tengd náttúrunni. Hann þróaði með sér mjög öfluga athyglisgáfu og reyni að ráða ráðgátur náttúrunnar þar sem hann áleit að einstök fyrirbrigði endurspegluðu dýpri lögmál. Í þriðja kafla ritgerðarinnar er fjallað um þá stefnu innan bókmenntagreiningar sem á ensku heitir Ecocriticism. Greint er frá upphafi stefnunnar, núverandi stöðu og framtíðarhorfum. Einnig eru birt viðhorf sem gagnrýna stefnuna eins og hún hefur þróast. Sérstakur gaumur er gefinn viðhorfum innan „umhverfisrýni“ sem líkjast viðhorfum Thoreau um hina andlegu náttúru

Accepted: 
  • May 9, 2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8352


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Spirit_in_the_Pond.pdf510.67 kBOpenHeildartextiPDFView/Open