is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/8353

Titill: 
  • Helgigripir úr kaþólskri trú. Varðveittir altarissteinar á Íslandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður fjallað um altarissteina en þeir voru helgigripir sem notaðir voru í kirkjulegum athöfnum í kaþólskri trú. Kaþólsk kirkjulög kröfðust þess að þegar messa væri sungin skyldu vera til staðar steinaltari í kirkjum. Ef þess gafst ekki kostur þá yrði að vera þar til gerður altarissteinn á altari sem væri ígildi steinaltaris og væri vígður af annað hvort biskup eða ábóta í umboði páfans. Frá því að kristni var lögtekin á Íslandi og fram að siðaskiptum árið 1550, sýna ritaðar heimildir fram á að allmargir kirkjustaðir hafi fylgt þessari reglu en með siðaskiptunum og þeim breytingum sem áttu sér stað hurfu altarissteinar úr kirkjum.
    Í fornleifarannsóknum á fornum kirkjustöðum á Íslandi undanfarin ár og áratugi hafa fundist altarissteinar sem eru merkileg heimild um það trúarlíf sem viðgekkst á miðöldum. Hér á landi eru nú varðveittir ríflega 35 altarissteinar sem segja má að séu jafn ólíkir og þeir eru margir. Er hér fjallað um þá, fundarstaði þeirra og fundarsamhengi í fornleifafræðilegum skilningi. Eins er skoðaður uppruni altarissteina úr steintegundum sem ekki finnast hérlendis og það hvernig þeir hafa mögulega borist hingað frá námum sem er að finna við Miðjarðarhafið.

Samþykkt: 
  • 9.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8353


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Helgir gripir úr kaþólskri trú, Varðveittir altarissteinar á Íslandi..pdf1.37 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna