Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/8355
Í þessari ritgerð er fjallað um niðurstöður rannsóknar á framburði íbúa í borginni Écija sem er í austurhluta Sevillahéraðs í Andalúsíu á Spáni. Aðalviðfangsefni rannsóknarinnar eru framburðarafbrigði hljóðungsins /s/ í enda atkvæðis og enda orðs sem dæmi um þá linmælgi sem einkennir framburð Andalúsíubúa sem og íbúa annarra málsvæða suðurhluta Spánar, Kanaríeyja og stórs hluta Rómönsku Ameríku.
Rannsóknin er hugsuð sem framlag til þeirra rannsókna sem miða að því að kortleggja samfélagslegan fjölbreytileika spænskunnar sem töluð er í Andalúsíu og í hinum spænskumælandi heimi almennt. Unnið var í samræmi við viðurkennda aðferðarfræði PRESEEA-verkefnisins (el Proyecto para el Estudio Sociolingüístico del Español de España y de América) en að verkefninu standa hópar sérfræðinga í félagsmálvísindum og er markmiðið að auka þekkingu manna á samfélagslegum og landfræðilegum fjölbreytileika spænskrar tungu.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
MA TESIS.pdf | 4.35 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |