is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8356

Titill: 
  • Hryllingsmyndir á 21.öld. Blóðbræður og kvalaklám
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni ritgerðarinnar er hópur kvikmyndagerðarmanna sem komst í sviðsljósið fyrir hryllingsmyndir sínar á fyrstu árum 21. aldarinnar. Leikstjórarnir, sem annars tengjast lítið innbyrðis, deila fagurfræðilegum áherslum og hafa því verið flokkaðir saman af gagnrýnandanum Alan Jones sem „Blóðbræður“ (e. The Splat Pack). Fjallað er stuttlega um hvern þeirra átta manna sem tilheyra hópnum og þeirra fyrstu verk. Farið er yfir þróun hryllingsmyndagerðar á 20. öld, svo betur megi átta sig á þeirri hefð sem verk þessara leikstjóra sækja í. Ræddar eru nýlegar endurgerðir á hryllingsmyndum áður en lykilmyndirnar tvær, Hostel (2005, Eli Roth) og Saw (2004, James Wan) eru greindar og gerð grein fyrir þeim framhaldsmyndum sem þær gáfu af sér. Að síðustu er útlistuð sú markaðsfræði sem einkennir þessar nýlegu hryllingsmyndir.
    Líkt og nafngift þeirra gefur til kynna innihalda myndir Blóðbræðranna mikið magn af blóði og ofbeldi. Þessi sömu efnistök orsaka einnig umtalsverða neikvæðni gagnrýnenda í þeirra garð, sbr. nafngiftina „kvalaklám“ (e. torture porn). Í þessari ritgerð er rýnt ítarlega í bæði hugtökin, Blóðbræður og kvalaklám, skoðað hvað býr að baki þeim og hvort þau séu réttlætanleg í þessu samhengi. Hryllingsmyndir hafa lengi vel verið afskrifaðar af gagnrýnendum og fagfólki, ekki þótt virðingarverðar og jafnvel þótt draga nafn kvikmyndalistarinnar niður í svaðið. Þannig hafa margar af þeim myndum sem fjallað er um í þessari ritgerð verið fordæmdar og jafnvel bannaðar víða um heim. Hér er fjallað um ofbeldisfullar hryllingsmyndir án þeirrar neikvæðu afstöðu og andúðar sem oft vill einkenna umræðu um þær. Ritgerðin er fyrst og fremst könnun á áherslum, fagurfræði og flokkun nýlegra hryllingsmynda, sem hafa á undanförnum árum umbreytt hryllingsmyndinni án þess þó að segja með öllu skilið við fortíð hennar.

Samþykkt: 
  • 9.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8356


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Engilbert Aron.pdf427.9 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna