is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8358

Titill: 
 • Þei, þei og ró. Um sérstöðu vögguvísna
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Ritgerðin Þei, þei og ró fjallar um vögguvísur og sérstöðu þeirra. Vögguvísur þekkjast úti um allan heim og þjóna því hlutverki að svæfa börn og róa. Vögguvísur eru mjög algengar og flestir þekkja þær frá eigin bernsku. Vísurnar hafa hins vegar lítið verið rannsakaðar vegna þess að þær hafa aðallega varðveist munnlega. Vögguvísur eru sérstæðar vegna ýmissa eiginleika og einkenna. Flutningur vögguvísna er liður í uppeldi barna og er gjarnan fyrsta listræna tjáningin sem beint er til þeirra. Vögguvísur hafa varðveist kynslóða á milli þar sem börn festa þær sér í minni og flytja þær svo fyrir sín börn þegar þau verða fullorðin.
  Þei, þei og ró fjallar um vögguvísur í hópi barnagælna, fjölbreytt umfjöllunarefni vísnanna, tilgang þeirra og uppeldislegt hlutverk. Ritgerðin fjallar um það hvernig efnistök og umfjöllunarefni vísnanna skiptir minna máli en ljóðræn einkenni. Jafnvel óhugnanlegt umfjöllunarefni breytir ekki hlutverki þeirra sem felst í að róa eða svæfa.
  Ljóðræn einkenni vísnanna eru skoðuð, sérstakt skáldamál sem og vöggulög, uppruni vísnanna og varðveisla þeirra. Einnig er skoðað hvernig síðari tíma skáld hafa dregið fram einkenni vögguvísnanna og ort nýjar vögguvísur. Að lokum er fjallað um hvernig vísurnar hafa varðveist og þróast. Hvernig ein vísa getur orðið að mörgum og engin ein útgáfa er réttari en önnur nema vísan hafi sérstaklega verið ort inn í hóp vögguvísna.
  Vögguvísur eru verðugar til rannsókna og gætu hæglega skipað sérstaka bókmenntagrein.

Samþykkt: 
 • 9.5.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/8358


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
skemma.pdf374.93 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna