is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/8359

Titill: 
 • Titill er á þýsku "Kommen Sie rein in die gute Stube." Deutsche Spuren in West-Island bis zum frühen 20. Jahrhundert
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Ritgerðin miðar að því að kortleggja spor Þjóðverja og þýskumælandi manna á Vesturlandi fram yfir aldamótin 1900 með þeirra orðum og með það fyrir augum að auka enn meira aðdráttarafl Vesturlands fyrir þýskumælandi ferðamenn nútímans.
  Skoðaðar eru heimildir um Hansakaupmenn, ferðabækur þýskumælandi ferðamanna og leiðangurslýsingar þýskra náttúruvísindamanna sem heimsóttu Vesturland allt til ársins 1908. Alls eru skoðaðar heimildir 13 ferðamanna og náttúruvísindamanna sem ferðuðust um Vesturland, ásamt heimildum um Hansakaupmenn á Vesturlandi. Frá Akranesi í suðri til Gilsfjarðar í norðri, vestur fyrir Snæfellsnes og suður Mýrar eru kortlagðir 37 staðir þar sem þýskumælandi höfðu haft viðdvöl, og sú viðdvöl staðfest með völdum tilvitnunum úr heimildum, ferðabókum og leiðangurslýsingum þeirra. Reynt er að velja tilvitnanir sem lýstu upplifun ferðafólks af Vesturlandi og Vestlendingum þess tíma.
  Ritgerðin skiptist í tvo aðalhluta: Annars vegar ágrip af sögu Hansakaupmanna á Íslandi og kynningar á þýskumælandi ferðafólki og náttúruvísindamönnum, yfirliti yfir ferðir þeirra á Íslandi og tilgangur þeirra, sé þess getið. Hins vegar eru spor Hansakaupmanna, ferðafólks og náttúruvísindamanna rakin í ímyndaðri ferð um Vesturland frá Hvalfirði í suðri, um Dragháls í Borgarfjörð, upp í Reykholt og Kalmannstungu, út Hvítársíðu yfir að Hreðavatni og Baulu, yfir Bröttubrekku í Dali og Gilsfjörð, yfir Breiðafjarðaeyjar í Stykkishólm, fyrir Snæfellsnes og loks suður Mýrar.
  Niðurstaða þessarar kortlagningar er sú að þýskumælandi menn og konur komu víða við á Vesturlandi þegar fyrir 1908; ferða- og leiðangurslýsingar þeirra eru afar athyglisverðar, umfangsmiklar og á tíðum einstaklega skemmtilegar. Þessi samantekt getur nýst þýskumælandi ferðamönnum nútímans við að feta í fótspor landa sinna á Vesturlandi, eða sem krydd í leiðsögn leiðsögumanna þýskra ferðamanna um Vesturland.

Samþykkt: 
 • 9.5.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/8359


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-Arbeit-DeutscheSpuren.pdf1.38 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna