is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8362

Titill: 
  • Myndin yfirheyrir orðið. Godard og kvikmynd sem heimspekilegt rannsóknartæki
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ólíkt því sem er almennt samþykkt í umfjöllun um listir að líta á módernisma og framúrstefnu sem samstofna fyrirbæri, ef ekki samheiti, hafa hugtökin og fyrirbærin orðið viðskila innan kvikmyndafræða. Í þessari ritgerð eru tekin til greiningar nokkur af fyrstu kvikmyndaverkum Jean-Lucs Godard sem afdráttarlausustu tilfelli módernisma án framúrstefnu. Því er haldið fram að rauður þráður gegnum þessi verk sé rannsókn á átökum orðs og myndar. Til grundvallar hugtaksins mynd liggur skilningur Henris Bergson á öllu efni sem mynd, en Vilém Flusser leggur til innsýnina um sögu átakanna á milli línulegrar rökvísi orðsins og „galdra“-rökvísi myndarinnar. Greiningu Gilles Deleuze á tilkomu hugsunar í kvikmyndina er beitt til að varpa frekara ljósi á aðferðir Godards við að hugsa í mynd. Höfundarverk Godards og ásetningurinn að baki er settur í samhengi við skilning Fredrics Jameson á hugtakinu nútími. Því er loks haldið fram að hugtök Alains Badiou um Sannleika, Atburð og hugveru grundvallist á skyldum skilningi, en afsöguvæði í reynd nútímann og leggi þannig til módernisma sem afstöðu sem hægt er að taka upp og grundvalla líf á. Frá sjónarhóli siðfræði liggur slíkur módernismi í grennd við umdæmi dygða og mætti nefna dygð hugsunar sem uppreisnar. Með ítarlegri útlistun á völdum þáttum í verkum Godards er þannig teflt fram dæmi um mögulegan afrakstur slíkrar afstöðu. Loks er því þá haldið fram að kvikmyndin sé ekki listgrein, en móderníska kvikmyndin sem Godard er eitt skýrasta tilfellið um sé miðill og vettvangur hugsunar: kvikmyndavélin sé hans höndum tæki til rannsóknar á hvað það feli í sér að vera líkömnuð hugvera í efnislegum heimi. Slík rannsókn veitir tregðu og hægir á heimspekilegri fullyrðingagleði. Þessu verkefni, sem leitt er í ljós með því að horfa ekki til einstakrar myndar heldur skoða samfellt starf Godards sem hugsanaferli, er og verður, ef tekið er mark á skilningi Badious á Sannleika, ólokið. Afstaðan að baki hinu móderníska verkefni er enn tæk.

  • Útdráttur er á ensku

    In most discourse on arts, modernism and avant-garde are regarded as deeply intertwined phenomena or even synonyms. Within film criticism and research, however, they are thoroughly separated. In this paper a selection of Jean-Luc Godard’s films from 1955–1967 will be examined as outstanding examples of non-avant-garde modernism. I attempt to elucidate how the films are used to examine a struggle between word and image. The conceptual framework behind the term image is taken from Henri Bergson’s understanding of all material as image, whereas Vilém Flusser provides the insight into the history of the struggle between the linear logic of the word and the ‘magical’ logic of the image. Gilles Deleuze’ analysis of the appearance of thought in cinema will be employed to cast further light on the methods involved in Godard’s work. The films and their underlying intention are shown as related to Fredric Jamesons’s understanding of the concept modernity. Finally it will be claimed that Alain Badiou’s concepts of Truth, Event and subject are founded on an understanding related to Jameson, but that through dehistoricizing modernity they found modernism as an attitude that may be taken up as a guiding principle. In terms of ethics modernism in this sense lies close to the realm of virtue: the virtue of thought as rebellion. Through a thorough examination of chosen aspects in Godard’s work they are exhibited as examples of the potential outcome of such an attitude. Finally it will be claimed that cinema is not a form of art, whereas modernist cinema of which Godard provides some of the clearest examples, is a medium and venue for thought: that the cinematic apparatus is in his hands research equipment, employed to investigate what it means to be an incorporated subject in a material world. Such research provides friction and slows down philosophical mansplaining. This project, revealed by looking not merely at a single film but Godard’s continuus work as a process of thought, remains and, according to Badiou’s understanding of Truth, will remain unconcluded. The underlying attitude thus remains valid.

Samþykkt: 
  • 10.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8362


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Master - myndin yfirheyrir orðið 10.5.2011.pdf1.53 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna