is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/837

Titill: 
 • Aðild að ESB & EMU : hagsmunir almennings
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Lítil umræða hefur verið um hag almenns launafólks þegar Evrópumál
  hafa verið rædd á Íslandi. Þess má líklega rekja til skorts á samantekt á
  kostum og göllum aðildar Íslands að ESB og EMU fyrir launafólk en
  þess heldur er einblínt á hag fyrirtækja.
  Rannsóknin tekur saman kosti og galla á ákveðnum þáttum með
  eftirtalda rannsóknarspurningu í huga:
  Hver verða áhrif aðildar að ESB og EMU á lífskjör
  íslenskra launamanna?
  Farið er yfir uppbyggingu Evrópusambandsins (ESB),
  myntbandalagsins (EMU) og evrópska efnahagssvæðið (EES) og
  starfssvið hvers útlistað. Teknir verða fyrir þrír þættir sem skipta
  launafólk hvað mestu máli í daglegu lífi: almennur samfélagslegur
  ávinningur, matvælaverð og vaxta- og peningamál. Ljóst er að allir
  þessir þættir skipta almenning miklu máli og vert að fara yfir
  hugsanlega kosti og galla á þessum sviðum ef að aðild yrði í ESB.
  Niðurstaða verkefnisins bendir til að mikill ávinningur sé fyrir almennt
  launafólk á Íslandi að inngöngu í ESB og EMU verði. Minnstur var
  ávinningur í almennum samfélagslegum þáttum, ástæða þess er sú að
  EES-samningurinn tryggir Íslendingum aðgang að flestum
  samstarfsáætlunum ESB í samfélagslegum málefnum. Matvælaverð
  mun lækka til muna við inngöngu í ESB. Hvað varðar vaxta- og
  peningamál þá er það aðallega EMU-aðild sem myndir bæta hag
  launafólks á Íslandi en vegna mikilla skulda íslenskra heimila er sá
  liður kannski hvað mikilvægastur.
  Lykilorð: Ísland, Evrópa, ESB, EMU, Króna.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er opið
Samþykkt: 
 • 1.1.2007
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/837


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Efnisyfirlit.pdf113.71 kBOpinnAðild - efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
Heimildaskra.pdf169.34 kBOpinnAðild - heimildaskráPDFSkoða/Opna
Lokaverkefni-m.samn.pdf2.25 MBOpinnAðild - heildPDFSkoða/Opna
Abstract_IngiJarl143.48 kBOpinnAðild - útdráttur PDFSkoða/Opna