en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/8372

Title: 
  • is Þá og nú. Um einstaklingsþróun á mállýskum á Norðurlandi frá níunda áratugnum þar til nú
Submitted: 
  • May 2011
Abstract: 
  • is

    Þessi ritgerð er lögð fram til B.A.-prófs í íslensku á Hugvísindasviði Háskóla Íslands. Markmið hennar var að kanna að hvaða marki einstaklingar breyta framburði sínum í áranna rás. Til þess að kanna þetta voru valin fjögur norðlensk mállýskueinkenni og skoðað hvernig þau hafa þróast í framburði 30 einstaklinga á um það bil 30 ára tímabili. 1. kafli fjallar um skipulagðar mállýskurannsóknir í öðrum löndun sem og innanlands, en 2. kafli fjallar um norðlenskueinkennin fjögur sem voru til rannsóknar hjá málhöfunum, harðmæli, raddaðan framburð, ngl-framburð og bð/gð-framburð. 3. kafli rekur niðurstöður úr rannsókninni og þar má segja að meginniðurstöðurnar séu tvenns konar. Í fyrsta lagi er hefur harðmæli haldið sér vel á þessu þrjátíu ára tímabili hjá nánast öllum þátttakendum í könnuninni en hin mállýskueinkennin hafa látið undan síga, þó mismikið. Í öðru lagi kemur fram að þróunin er nokkuð misjöfn eftir aldri þátttakendanna. Þeir eldri breyttu framburði sínum alla jafna minna, en meira bar á breytingu hjá þeim yngri. Ástæða þessarar rannsóknar er ekki einungis í þágu mállýskuathugana heldur er þetta rannsókn á þróun tungumálsins að því leyti að það er vitað að nýjar kynslóðir tala öðruvísi en þær eldri ekki er vitað hvort málbreytingar verði fyrst og fremst eða eingöngu á milli kynslóða eða að hvaða marki mál einstaklinga breytist þegar þeir eldast. Niðurstaða þessarar rannsóknar er sú að einstaklingar breyta framburði sínum að einhverju leyti á æviskeiðinu og því eiga málbreytingar sér ekki einungis stað á milli kynslóða.

Accepted: 
  • May 10, 2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8372


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
LokaritgerdKatrinMVidisdottir.pdf1.15 MBOpenHeildartextiPDFView/Open