is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8373

Titill: 
  • Stríðsreynsla færð í orð. Um verk Céline og Jünger
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Eftir fyrri heimsstyrjöldina varð mikil gróska á bókmenntasviðinu. Margir rithöfundar, sem sumir hverjir höfðu barist í stríðinu, fengust við að skrifa um það. Farið er yfir þau vandamál sem geta fylgt því að skrifa um reynslu sína af stríði. Erfitt getur reynst að finna slíkri reynslu viðeigandi orð og miðla henni á trúverðugan hátt til lesenda. Þeirri spurningu er meðal annars velt upp hvort að nauðsynlegt sé að búa til sitt eigið tungumál, til að ná utan um slíka reynslu. Franski rithöfundurinn Louis Ferdinand Céline og þýski rithöfundurinn Ernst Jünger börðust í fyrri heimsstyrjöldinni. Þeir fjölluðu síðan um þá reynslu í sjálfsævisögulegum skáldsögum og endurminningum. Hér á eftir verða verk þeirra skoðuð, og þá sérstaklega Ferðalag til loka nætur eftir Céline og Í kúlnahríð eftir Jünger. Verkin eru borin saman, en þau eru ólík hvað mörg atriði snertir. Litið verður til þess hvernig mynd höfundarnir draga upp af stríðinu og hvaða aðferðum þeir beita í frásögnum sínum. Í því samhengi verður meðal annars horft til tungumálsins, íróníunnar og raunsæisins. Þá verður kenning Juliu Kristevu um úrkastið (e. abject) reifuð, en hún notaði það hugtak í greiningu sinni á verkum Célines. Birtingarmynd sjálfsins í verkunum verður einnig til umfjöllunar en hugtakið úrkast hefur snertifleti við þá umræðu. Þar sem verkin eru upp að einhverju marki sjálfsævisöguleg, verður tæpt á kenningum Philippes Lejeune um sjálfsævisöguna. Sjálfið er þó fyrst og fremst skoðað í samhengi við stríðið. Þar er horft til þess hvort sjálfið sé brotakennt, eða heilt í kjölfar þeirra áfalla sem stríðið hefur í för með sér.

Samþykkt: 
  • 10.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8373


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA.lokaritgerd.Stríðsreynsla færð í orð.pdf211.85 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna