is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8374

Titill: 
  • "How lucky I am, Lady, not to be the knight you speak of." Sjálfsvitund og kyngervi í Sir Gawain and the Green Knight
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Rómönsur og riddarasögur eru samofnar menningararfleið okkar og hafa haft mótandi áhrif á það hvernig við lítum á fortíðina og okkur sjálf. Hefðbundin kynhlutverk hafa jafnan verið talin standa óáreitt í slíkum frásögnum en í mörgum rómönsum má sjá flóknari og gagnrýnni sýn á samskipti kynjanna en oft er gert ráð fyrir. Í þessari ritgerð mun ég skoða miðenska kvæðið Sir Gawain and the Green Knight sem ort var undir lok 14. aldar. Ég mun beita á textann kenningum þriggja fræðimanna sem allir hafa verið tengdir við hinsegin fræði (e. queer theory), þeirra Michel Foucault, Judith Butler og Eve Kosofsky Sedgwick. Ég hyggst athuga hvernig sjálfsvitund Gawains, og þá sérstaklega í tengslum við kyngervi hans innan sögunnar, er mótuð og brotin niður í samskiptum hans við aðrar sögupersónur, hvort heldur karla eða konur, sem og kynjaveruna græna riddarann (the Green Knight).
    Í öðrum kafla ritgerðarinnar er farið yfir möguleika og vandamál þess að beita kenningum hinsegin fræða á miðaldatexta og rómönsur. Þar eftir fylgir útlistun á þeim kenningum þessara fræðimanna sem liggja til grundvallar greiningunni. Í þriðja kafla er svo kvæðið Sir Gawain and the Green Knight sett í samhengi við þessar hugmyndir. Þar verður meðal annars skoðað hvernig Gawain reynir að standa undir væntingum annarra og hvernig hegðun hans samræmist kenningum Butlers um gjörningsgildi kyngervis. Einnig verður skoðað hvernig orðræðan og bókmenntahefðin sjálf hefur áhrif á kyngervisvitund Gawain. Ég mun færa rök fyrir því að það séu viðbrögð hans við prófraununum sem skapa sjálfsvitund hans og að í verkinu komi fram hegðun sem samræmist hvorki reglum riddarmennsku né stöðluðum kynhlutverkum. Í ljósi þeirra kenninga sem kvæðið er mátað við má draga þá ályktun að Gawain nái ekki að uppfylla staðla karlmennskunnar og hinn fullkomni riddari færist sífellt undan lesandanum.

Samþykkt: 
  • 10.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8374


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Elín Edda Pálsdóttir BA.pdf733.61 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna