is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8377

Titill: 
  • Titill er á frönsku Le futur simple français traduit vers l'islandais. Analyse des exemples du futur simple traduits avec le présent islandais
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í íslensku eru aðeins tvær tíðir, nútíð og þátíð. Ekki er til eiginleg tíð sem tjáir framtíð, heldur er notast við nútíð eða háttasagnir, s.s. munu + nh. eða skulu + nh. Þetta þýðir að íslenska tungan inniheldur ekkert sem jafngildir nákvæmlega framtíð í frönsku(á frönsku Le futur simple). Þetta getur sett strik í reikninginn hjá þýðanda sem vinnur við þýðingu úr frönsku yfir á íslensku. Hann þarf að velja úr þeim möguleikum sem íslenskan hefur upp á að bjóða og getur það orðið flókið vegna þess að þeir hafa aldrei nákvæmlega sömu merkingu og franska sögnin. Markmið þessarar ritgerðar er að komast að því í hvaða tilfellum þýðandi notar nútíð til að túlka framtíð úr frönsku. Til að komast að niðurstöðu voru lesnar þrjár bækur á frönsku og allar setningar sem innihéldu framtíð (þ.e.a.s. le futur simple) teknar upp. Því næst voru þýðingar þessara setninga fundnar í íslensku þýðingum bókanna. Þær setningar sem þýddar voru með nútíð voru rannsakaðar og bornar saman. Tilgátan sem sett er fram í upphafi ritgerðarinnar er að það séu tveir megin þættir sem einkanna þau tilfelli sem þýdd eru með nútíð. Sá fyrri er að merking sagnarinnar tengist augljóslega nánasta samhengi þess (á frönsku le contexte immédiat). Með því er átt við að ekki þurfi að leita langt aftur í bókinni til að skilja setninguna né að ímynda sér aðstæður sem myndu gera setninguna auðveldari að skilja. Seinni þátturinn er að setning með sögn í framtíð innihaldi ekkert sem fer á móti samhengi textans, þ.e.a.s. setningin kemur ekki með neinar upplýsingar sem koma á óvart miðað við það sem lesandinn las áður en að setningunni kom.

Samþykkt: 
  • 10.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8377


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Jónína Erna Gunnarsdóttir.pdf671.91 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna