Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/8378
Í þessari ritgerð er fjallað um kvenímynd 19. aldar og birtingarmynd hennar í list dekadensins. Skoðað er hvað lá að baki þeirra viðhorfa í garð konunnar sem einkenndu öldina, og er sérstaklega horft til hugmynda um kynferði konunnar og ímynd hennar sem tálkvendis.
Verk Rachilde, La Jongleuse, er rannsakað út frá notkun hennar á kvenímyndum. Haft er í huga sérstakt sjónarhorn Rachilde sem kvenhöfundar í menningu sem einkenndist af kvenfyrirlitningu. Velt er vöngum yfir því hvort og hvernig meðferð hennar á kvenímyndinni var frábrugðin því sem tíðkaðist í verkum dekadensins. Leitast er við að sýna hvernig Rachilde notaði þessar stöðluðu kvenímyndir til að gagnrýna kyngervi og stöðu konunnar.
Hugmyndir um kyn og kyngervi í verki Rachilde eru rannsakaðar út frá kenningu Judith Butler. Butler leggur áherslu á að kyngervi sé menningarleg afurð og bendir auk þess á leikið eðli þess. Þema hins leikna kyngervis er áberandi í La Jongleuse en aðalpersóna verksins, Eliante, setur sjálfan sig og kyngervi sitt á svið.
Valdabarátta kynjanna er einnig skoðuð út frá samskiptum Eliante og biðils hennar, Leons. Þá er einkum skoðað sambandið á milli valds og kynferðis, og birtingarmynd þess í La Jongleuse, en í verkinu leitast Rachilde við að sýna fram á hversu erfitt það er fyrir konuna að samræma þrá sína og sjálfstæði.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
B.A.Ritgerð.pdf | 1,48 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |