en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/8384

Title: 
 • Title is in Icelandic Félagsleg merking holdafars
Submitted: 
 • May 2011
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Heimildaritgerð þessari er ætlað að gefa innsýn í félagslega merkingu holdafars sem á rætur í félags-og menningarlegu umhverfi. Læknisfræðin, fagurfræðin, félagsleg staða og kyn hafa öll áhrif á skilgreiningu holdafars. Fjallað er um áhrif
  líkamsþyngdarstuðulsins (e. body mass index) á flokkun á þyngd. Skoðaðar eru rannsóknir sem sýna bæði slæmar heilsufarslegar afleiðingar þess að vera yfir kjörþyngd og einnig rannsóknir sem gagnrýna þá staðreynd. Margir áhrifaþættir
  stjórna staðalmyndum á þyngd og verður meðal annars fjallað um áhrif sjúkdómsvæðingar, fjölmiðla og útlitsdýrkunar þar sem hin fagurfræðilega ímynd miðast við grannan líkama, sérstaklega hjá konum. Litið verður á sjónarhorn
  grasrótarsamtaka sem berjast fyrir réttindum feitra ásamt þeirri brennimerkingu og mismunun sem á sér stað vegna holdafars. Það eru niðurstöður þessarar umfjöllunar að samspil margra þátta hefur mikil áhrif á hinn félagslega veruleika holdafars. Þetta flókna samspil getur leytt til þess að það skapist annars konar félagsleg vandamál og
  jafnvel heilsuvandamál á borð við streitu og átraskanir.

Accepted: 
 • May 10, 2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/8384


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
BA-skil_LOK.pdf794.86 kBOpenHeildartextiPDFView/Open