Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/839
Í þessu verkefni eru lífeyrissjóðir á Íslandi skoðaðir og er örorkuþáttur
þeirra sérstaklega tekinn fyrir. Rennt er yfir sögu lífeyrissjóðanna, lög og
reglugerðir skoðaðar og skoðað hvernig íslenskum lífeyrismálum er
háttað. Þá er skoðað hvað öryrkjar fá í örorkubætur og hvaða réttindi þeir
eiga hjá lífeyrissjóðum og Tryggingastofnun ríkisins og hver þróunin
hefur verið í örorkumálum hér á landi undanfarið. Athugað verður einnig
hvernig rekstur lífeyrissjóðanna hefur gengið undanfarin ár.
Öryrkjum hefur fjölgað mjög á síðustu árum langt umfram áætlanir
sjóðanna og því hefur verið um vanmat á skuldbindingum sjóðanna að
ræða til ársins 2004 er Félag íslenskra tryggingastærðfræðinga gaf út nýjar
örorkutöflur byggðar á íslenskum líkum, en stuðst hafði verið við danskar
örorkulíkur fram að þeim tíma. Því hafa greiðslur sjóðanna og
skuldbindingar vaxið gríðarlega undanfarið. Sérstakt áhyggjuefni er einnig
að meðalaldur öryrkja er að lækka sem þýðir auknar greiðslur og
skuldbindingar sjóðanna vegna þeirra. Þessu til viðbótar hafa ævilíkur
Íslendinga einnig aukist og þar með skuldbindingar sjóðanna en hækkun
mótframlags launagreiðenda í lífeyrissjóð úr 6% í 8% er ætlað að mæta
því.
Svarið við spurningunni um: ,,Hver er staða og framtíðarhorfur íslenskra
lífeyrissjóða út frá örorkuþætti sjóðanna” er að þó að sjóðirnir hafi verið
að vaxa gríðarlega undanfarin ár og þá sérstaklega vegna frábærrar
raunávöxtunar síðast liðin fjögur ár, hafa lífeyrisskuldbindingar sjóðanna
vegna örorku vaxið að sama skapi gríðarlega og valdið því að hjá sumum
sjóðunum er hrein eign umfram skuldbindingar neikvæð síðustu þrjú til
fjögur árin þrátt fyrir þann árangur sem náðst hefur hjá sjóðunum í
ávöxtun. Haldi þróun í fjölda öryrkja áfram á sömu braut og raunávöxtun
sjóðanna lækkar, er staða sjóðanna til framtíðar ekki björt.
Lykilorð: Lífeyrisskuldbindingar, örorkubætur, framtíð, réttindi,
lífeyrissjóðir.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Efnisyfirlit_KBA_Lok2106.pdf | 78,35 kB | Opinn | Hver er staða - efnisyfirlit | Skoða/Opna | |
Heimildaskrá_KBA_Lok2106.pdf | 100,67 kB | Opinn | Hver er staða - heimildaskrá | Skoða/Opna | |
Lokautgafa_KBA_Lok2106.pdf | 1,46 MB | Lokaður | Hver er staða - heild | ||
Útdráttur_KBA_Lok2106.pdf | 54,5 kB | Opinn | Hver er staða - útdráttur | Skoða/Opna |