is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8390

Titill: 
  • Heimspeki í kvikmyndinni Blade Runner. Eru kvikmyndir heppilegt verkfæri til að leggja stund á heimspeki?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð ætla ég að taka fyrir kvikmyndina Blade Runner og skoða hana út frá heimspekilegu sjónarhorni. Kvikmyndin kom út árið 1982 í leikstjórn Ridley Scott eftir sögu Philip K. Dick, Do androids dream of electric sheep? Myndin vakti ekki mikla athygli til að byrja með en hróður hennar jókst jafnt og þétt og er hún í dag ein þekktasta kvikmyndaða vísindaskáldsagan. Gríðarlega mikið hefur verið skrifað um þessa mynd og margt af því vekur upp heimspekilegar spurningar. Ég ætla að skoða þau heimspekilegu vandamál sem þar eru framsett og rökræða hvort og þá á hvaða máta kvikmyndin leggur stund á heimspeki.
    Markmið mitt er að svara spurningunni: Af hverju ættu heimspekingar að hafa áhuga á þessari kvikmynd eða kvikmyndum yfirhöfuð? Ég ætla að leiða að því rökum að myndin tilheyri flokki kvikmynda þar sem beinlínis er verið að stunda heimspeki og áhorf á Blade Runner feli í sér ákveðna tegund af heimspekiiðkun. Myndin kryfur heimspekilegt vandamál er varðar persónuhugtakið og sýnir fram á að í gegnum tíðina hefur persónuhugtakið tekið miklum breytingum og verið notað til þess að útiloka ákveðna hópa frá mannlegu samfélagi. Þetta hyggst ég gera meðal annars með því að skoða og bera saman skrif nokkurra fræðimanna um Blade Runner og heimspeki í kvikmyndum. Við sögu koma m.a. skrif Stephen Mullhall og til að greina á hvaða stigi heimspekiiðkun í myndinni er mun ég notast við greiningu og flokkunarkerfi þeirra Jerry Goodenough og Rupert Read eins og það er sett fram í bókinni Film as philosophy.

Samþykkt: 
  • 10.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8390


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA.verkefni.pdf320.42 kBOpinnMeginmálPDFSkoða/Opna
Forsíða ritgerðar.pdf85.21 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna
titilsida_ritgerdar.pdf61.23 kBOpinnTitilsíðaPDFSkoða/Opna