en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/8392

Title: 
  • Title is in Icelandic Eingyðistrú Ísraela og exodus. Uppruni trúarinnar og sannfræði exodus atburðanna
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Ýmsar kenningar hafa komið fram um uppruna Jahveh-trúar Ísraela og sannfræði exodus atburðanna.1 Exodus atburðurinn er talinn af Gyðingum vera það, sem markaði upphaf þess að hópur Hebrea varð að þjóðinni Ísrael. Flóttinn úr Egyptalandi og yfir Sefhafið, sem nær hámarki sínu með sáttmálanum á Sínaí, er talinn kjarnaatburður hins gyðinglega átrúnaðar. Við það bætist síðan landnámið í Kanaan. Í ritgerð þessari mun leitast við að finna svör við því hvaðan eingyðistrú Ísraela sækir upphaf sitt og hvort exodus atburðurinn, geti átt við einhver rök að styðjast.
    Opinberun Jahveh nafnsins kemur við sögu og fléttast inn í leit að uppruna eingyðistrúar Ísraela.2 Mun reynt að svara því hvort eingyðistrúin á Jahveh, mögulega áður El eða El Sjaddaj, sé upprunnin hjá Móse eða Abraham, eða hvort hún eigi sér aðrar og jafnvel eldri rætur. Er eingyðistrúin ef til vill ættleidd frá Mídíanítum í gegnum tengdaföður Móse Jetró? Þá hafa menn velt fyrir sér hvort dvöl Hebrea í trúarumhverfi Kanaans og síðar Babýlon eftir herleiðingu, hafi sett sitt mark á trúna. Eins hvort eingyðistrú Hebrea hafi orðið fyrir varanlegum áhrifum af eingyðistrú Saraþústratrúar. Kýrus persakonungur frelsaði Ísraela frá Babýlon um 538 f.Kr. Í Jes 45.1 segir: „Svo segir Drottinn við sinn smurða, Kýrus.“3 Saraþústratrú er talinn eiga sér rætur frá 7.-6. öld f.Kr. í Persíu. Sumir myndu því telja að Saraþústratrú, sem boðar eingyðistrú og tvíhyggju góðs og ills, eigi mikið í helstu kjarnaatriðum ísraelsks átrúnaðar, eins og hann birtist í Hebresku Biblíunni.4 Mun ég því leita svara við því hvort eingyðistrú Ísraela, eigi sér einstakan uppruna,sameiginlegar rætur eða mestan sinn uppruna í hefðum annarra trúarbragða.

Accepted: 
  • May 10, 2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8392


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Eingyðistrú Ísraela og Exodus Lokaútg BA ritgerð Höf Bryndís Böðvarsdóttir.pdf642.18 kBLockedHeildartextiPDF