is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8396

Titill: 
  • Möguleiki möguleikans. Um sköpunarkraft angistarinnar
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar ritgerðar er að svara spurningunni: Getur falist sköpunarkraftur í angistinni? Þar sem Søren Kierkegaard er einn upphafsmanna heimspekilegrar umfjöllunar um angistarhugtakið í riti sínu, Hugtakið angist, er í fyrsta hluta ritgerðarinnar byrjað á því að skýra helstu hugtök sem hann tengir við angistina, s.s. sakleysi og frelsi. Einnig er gerð grein fyrir syntesukenningu Kierkegaards um tengsl tveggja ólíkra þátta manneskjunnar, líkama og sálar, í því sem hann kallar andann, og hugmyndum hans um sjálfið. Í öðrum hluta er leitað á náðir fyrirbærafræðinnar, aðallega fyrirbærafræði tilfinninga, og kenninga Martins Heidegger og reynt að skoða angistarhugtakið frá fyrirbærafræðilegum sjónarhóli. Í þriðja hluta er sjónum beint að í fyrirlestri Heideggers, „Hvað er frumspeki?“ þar sem hann tengir angistina saman við neindina (Das Nichts). Í ljós kemur að náin tengsl eru milli þess hvernig Kierkegaard og Heidegger vinna úr spurningunni varðandi upplifun angistar í manneskjunni og tengja einnig angist og neind saman á líkan hátt. Í fjórða hluta er angistin skoðuð frá sjónarhóli femínískra kenninga, en Kierkegaard setur fram þá tillögu í verki sínu, Hugtakið angist, að konur og karlar upplifi mismikla angist í lífi sínu. Eftir að fjallað hefur verið um angistarhugtakið með þessum hætti eru í fimmta hluta lögð drög að svari við rannsóknarspurningunni út frá því sem komið hefur í ljós um eðli angistarinnar, m.a. með hliðsjón af ljóðinu „Söknuður“ eftir Jóhann Jónsson sem sýnir vel hvernig við upplifum angistina. Í lokin tel ég að hægt sé að komast að þeirri niðurstöðu að sköpunarkraftur geti fólgist í angistinni.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of this thesis is to find an answer to the question: Is there a creative force within anxiety? Søren Kierkegaard was one of the first philosophers to discuss the concept of anxiety from a philosophic point of view which he did in his book, The Concept of Anxiety. For that reason I start this thesis first section by defining the main concepts he associates with anxiety, in particular the concepts of innocence and freedom. I also discuss Kierkegaard’s theory on the synthesis of the human being and his theory of selfhood. In the second section I attempt to define the concept of anxiety further with help from phenomenology, especially the phenomenology of feelings and Martin Heidegger’s theories on anxiety. In the third section I look at Heidegger’s lecture “What is metaphysics?” where he connects anxiety with nothingness (Das Nichts). There I found out that there was a striking similarity between how these two philosophers, Kierkegaard and Heidegger, approach the problem of anxiety and that they both explain nothingness in close connection with anxiety. In the fourth section I look at anxiety with the help of feminist theories because Kierkegaard suggests in The Concept of Anxiety that there is a difference between the scale of anxiety women and men experience in their lives. After going step by step through these theories and speculations on the concept of anxiety I work out a suggestion to an answer to my question in the fifth section based on what I have found out, with help from the poem “Söknuður” by Jóhann Jónsson where he puts into words the experience of anxiety. From this I found out that it is possible to suggest that a creative force can be found within anxiety.

Samþykkt: 
  • 10.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8396


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Angistin3.pdf814.04 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna